Verklegar æfingar í náttúrufræði
113 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Talía Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að vélar, svo sem tannhjól, gírar, öxlar og trissur, eru tæki sem hjálpa með því að margfalda krafta og að í þeim tapast alltaf orka. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • trissur og talíur geta minnkað þann kraft sem þarf til þess að lyfta þungum hlutum. • trissa er hjól á öxli, með rauf fyrir band. Tvær eða fleiri trissur sem tengjast saman með bandi nefnast talía . Út frá þessari tilraun er upplagt að hafa umræður um vélar og hvernig þær hjálpa okkur við ýmis verk. Nemendur nefni ýmsar vélar úr daglegu lífi sem þeir þekkja t.d. rúllugardínur sem er trissa, krani á byggingarstöðum – trissa o.s.frv.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=