Verklegar æfingar í náttúrufræði

110 Kraftur og hreyfing Teygjuvog Efni og áhöld Tala, glerkúla, mynt, blýantur, strokleður, jógúrtbox, band, teygja, bréfaklemma, teiknibóla, pappír og blýantur. Tilgáta Hvaða hlutir sem þið eigið að vigta haldið þið að séu þyngstir og hverjir léttastir? Framkvæmd • Búið til þrjú göt í jógúrtboxið með jöfnu millibili rétt fyrir neðan barma þess. • Þræðið band í hvert gat og festið. Bindið svo öll þrjú böndin við teygju. Festið teygjuna við bréfaklemmu. • Hengið upp á korktöflu þannig að boxið geti hreyfst. • Setjið pappír á bak við teygjuna á korktöflunni. • Áður en þið byrjið að vigta skuluð þið setja strik á pappírinn við hnútinn á teygjunni, þar sem böndin og teygjan mætast. • Merkið á blaðið hvar hnúturinn lendir þegar þið setjið hlut í jógúrtboxið. Gott að merkja með tákni fyrir hvern hlut, þ.e. tala, glerkúla, mynt, blýantur, strokleður. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Berið saman hversu þungir hlutirnir eru og sýnið með súluriti. • Að hverju komust þið með hlutina sem þið settuð í jógúrtboxið? • Hvaða kraftur er að verki þarna? Reynið að útskýra út frá eðlisfræðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=