Verklegar æfingar í náttúrufræði

109 Kraftur og hreyfing Kennarasíða – Kafarinn Markmið Nemandi á að: • þekkja að til eru ólíkar gerðir krafta, svo sem flotkraftur, lyftikraftur, segulkraftur, að- dráttarkraftur. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • þrýstingur hækkar í flöskunni þegar hún er kreist, rúmmál loftsins ofan vatnsins minnkar. • í tómatsósubréfinu eru loftbólur sem minnka við hærri þrýsting. Þá hækkar eðlis- þyngd bréfsins. • tómatsósubréfið sekkur þegar eðlisþyngd þess verður hærri en eðlisþyngd vatnsins. Tómatsósubréfin geta verið svolítið mismunandi svo ef eitt dugir ekki má reyna annað. Til- raunin er líka viðkvæm fyrir hitastigi vatnsins, ef bréfin sökkva án þess að flaskan sé kreist má reyna að velgja vatnið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=