Verklegar æfingar í náttúrufræði

9 2. Aðalnámskrá grunnskóla Náttúrugreinar í aðalnámskrá Undir náttúrugreinar í grunnskóla heyra m.a. náttúrufræði, eðlisvísindi, jarðvísindi, líf- vísindi og umhverfismennt. Í aðalnámskrá eru settir fram tveir flokkar hæfniviðmiða í náttúrugreinum sem tengjast, fléttast saman og mynda samstæða heild. Annars vegar eru hæfniviðmið um verklag og hins vegar hæfniviðmið tengd viðfangsefnum . Viðfangsefni og vinnubrögð skulu byggð á grunn- þáttum menntunar og lykilhæfni sem áður hefur verið minnst á. Í náttúrufræðihluta aðalnámskrár er bent á að verkleg færni og félagsfærni nemenda, frum- kvæði þeirra og ábyrgð styrkist með virkri þátttöku, t.d. við val á viðfangsefnum og verklagi. Einnig að nauðsynlegt sé að gera nemendum kleift að greina eigin stöðu og hæfni og að kunna að sækja sér nýja þekkingu og leikni. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að nemendur séu vísindalæsir. „Í því felst að þeir geti lesið texta um náttúruvísindi sér til gagns, notað hugtök úr náttúrugreinum í daglegu lífi og skilið náttúruleg og manngerð fyrirbæri.“ (AN, 2013, bls. 168) Kennsluhættir Í náttúrugreinum eins og öðrum námssviðum skólans er mikilvægt að nota fjölbreyttar að- ferðir í kennslu og velja áhugaverð verkefni sem viðhalda og styrkja áhuga og forvitni nem- enda á fyrirbærum í umhverfinu og gefa nemendum tilefni til að gera athuganir og velta fyrir sér einstökum fyrirbærum. Fjölbreytt verkefni og mismunandi vinnubrögð stuðla jafn- framt að því að hver og einn fái tækifæri til að nýta styrkleika sína en fái einnig leiðsögn og aðstoð við hæfi. Kennari velur hverju sinni aðferðir m.a. með hliðsjón af markmiðum námsins, viðfangs- efnum, einkennum nemendahópsins og stöðu og áhuga nemenda. Raunhæf dæmi og áþreifanleg verkefni gagnast í flestum tilfellum vel til að vekja áhuga nemenda og hjálpa þeim að tengja viðfangsefni skólastarfsins reynslu sinni úr daglegu lífi. Þetta á ekki síst við í náttúrufræði þar sem oftast er auðveldara að skilja hugtök og lögmál í raunverulegum að- stæðum og með efnum og tækjabúnaði sem nemendur þekkja úr nánasta umhverfi sínu. Viðfangsefnin, en ekki síður vinnubrögðin, gefa einnig ríkuleg tækifæri til að samþætta grunnþætti menntunar og þjálfa þá lykilhæfni nemenda sem stefnt er að. Það má því álykta að þegar Guðmundur Finnbogason skrifaði árið 1903 að skólanum beri að velja þau atriði náttúrufræðinnar til meðferðar sem best eru fallin til að auka þroska nemandans og jafnframt veita honum þekkingu sem kemur að haldi í daglegu lífi sé það ekki fjarri því sem aðalnámskrá 2013 kveður á um grunnþætti menntunar, lykilhæfni og hæfni í náttúrugreinum. Sama gildir þegar hann leggur áherslu á verklegt nám, skoðun og skráningu nemenda á einkennum hluta og viðburða í nánasta umhverfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=