Verklegar æfingar í náttúrufræði

107 Efnabreytingar Kennarasíða – Blaðra og gler Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • gerið leysist upp í volgu vatni. • gersveppirnir nærast á sykrinum og skila frá sér alkóhóli og koltvíoxíði, þ.e. ný efni myndast. • það er gasið koltvíoxíð sem blæs upp blöðruna. Vökvi breytist í lofttegund. Athugið að vatnið sem gerið er hrært út í sé ekki of heitt því þá drepst ger-sveppurinn. Ef vatnið er of kalt tekur efnabreytingin lengri tíma. Ef tími er til geta nemendur prófað til samanburðar að hræra gerið út í hunang, stappaðar kartöflur o.s.frv. Jafnvel gert tilraunina í tveimur flöskum samtímis. Efnasamband er efni sem er samsett úr minnst tveimur tegundum frumeinda. Efnafræðingar á okkar tímum ganga út frá því að allt efni sé gert úr frumeindum sem geti tengst innbyrðis og myndað margs konar sameindir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=