Verklegar æfingar í náttúrufræði

105 Efnabreytingar Kennarasíða – Er hægt að aðskilja efnin? Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storkn- un, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • með því að sía vökva er hægt að skilja frá efni sem hafa ekki leyst upp. Gott er að nemendur geri sér grein fyrir að pappírinn í kaffipokunum og eldhúspappírnum er misþéttur í sér (eins og ólík sigti) og því líklegt að meira fari í gegnum eldhúspappírinn. Blöndunum þarf að hella varlega til að pappírinn rifni ekki. Útskýring Það er hægt að flokka efnabreytingar í hamskipti, leysingar og efnahvörf. Við hamskipti breytast frum- og sameindir ekki, aðeins afstaða þeirra. Þegar efni leysist upp í öðru efni kallast það leysing. Sameindir efnanna haldast samt óbreyttar. Leysni fastra efna eykst venjulega með hækkandi hitastigi. Þegar lausn er mettuð þýðir það að ekki er hægt að leysa meira upp af efninu í sama magni og við sama hitastig. Það sem ekki leysist upp sest á botninn. Útfyllt tafla gæti litið svona út: Blanda Tegund af pappír Hvað fór í gegn? Hvað varð eftir? sandur og vatn eldhúspappír vatn sandur sandur og vatn kaffipoki vatn sandur hveiti og vatn eldhúspappír vatn og dálítið hveiti dálítið hveiti hveiti og vatn kaffipoki vatn hveiti sykur og vatn eldhúspappír vatn og sykur ekkert sykur og vatn kaffipoki vatn og sykur ekkert Mikilvægt er að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar tilraunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=