Verklegar æfingar í náttúrufræði

104 Efnabreytingar Er hægt að aðskilja efnin? Efni og áhöld 3 stk. filterpappír (kaffipokar), 3 blöð af eldhúspappír, 9 bikarglös, 6 trektir, sandur, púður- sykur, hveiti, skæri, teskeið, mæliglas, kanna með vatni. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið tilgátu um það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Skoðið filterpappír (kaffipoka) og eldhúspappír með stækkunargleri. Er einhver mun- ur á þeim? • Klippið hringi úr eldhúspappírnum og búið til 3 keilur/kramarhús úr þeim sem passa í trektirnar og komið kramarhúsunum þar fyrir. • Setjið kaffipokana í hinar þrjár trektirnar. • Takið 3 bikarglös og hrærið saman mismunandi blöndur í þau. 1. teskeið af sandi og 100 cm³ af vatni 2. teskeið af hveiti og 100 cm³ af vatni 3. teskeið af púðursykri og 100 cm³ af vatni • Látið trektirnar yfir 6 tómu bikarglösin. • Hellið hluta af hverri blöndu varlega í trekt með eldhúspappír og kaffipoka. Niðurstaða • Hvað gerist? • Leystust efnin upp? • Gátuð þið aðskilið þau aftur? • Búið til töflu sem sýnir niðurstöðurnar. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=