Verklegar æfingar í náttúrufræði

103 Efnabreytingar Kennarasíða – Blöndun efna Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur : • geti lýst breytingum sem verða á efni þegar því er blandað í vatn. • geti áttað sig á því hvers konar efnabreytingar verða. • geti sett niðurstöður sínar fram í töflu. Athugið að e.t.v. er betra að vera með plastglös því erfitt getur reynst að ná gifsinu úr bikarglasinu. Ágætt er að ræða um hugtökin hamskipti, leysni og efnahvörf áður en nemendur gera tilraunina. Útskýring Við efnahvörf verða meiri breytingar en við hamskipti og leysingu. Efnin eyða hvort öðru og ný efni verða til. Tafla gæti litið svona út: Efni sem var blandað í vatni Hvað gerðist í fyrstu? Leystust efnin upp? Hvernig voru efnin eftir kukkustund? Er hægt að aðskilja efnin aftur? sandur hveiti gifs krítarpúður salt kaffi glerkúlur Mikilvægt er að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar tilraunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=