Verklegar æfingar í náttúrufræði

102 Efnabreytingar Blöndun efna Efni og áhöld Nokkur bikarglös eða plastglös, teskeiðar, vatn, ýmis föst efni s.s. kaffiduft, sandur, salt, gifs, hveiti, krítarpúður, glerkúlur. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um það sem þið haldið að gerist. Búið til töflu og skráið tilgátuna. Framkvæmd • Látið hvert efni fyrir sig (2 teskeiðar) í bikarglas/plastglas. • Hellið sama magni af vatni út í hvert efni og hrærið. • Hvað gerist? • Látið bikarglösin standa kyrr í u.þ.b. klukkustund. • Hvað haldið þið að gerist? Skráið tilgátuna í töflu. Niðurstaða • Leystust efnin upp eða urðu til ný efni? Skráið í töflu. • Getið þið aðskilið efnin aftur? Hvernig? • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=