Verklegar æfingar í náttúrufræði

101 Efnabreytingar Kennarasíða – Egg Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara • Þessi tilraun hentar best sem bekkjartilraun vegna þess að hún tekur nokkra daga. Kennari framkvæmir tilraunina en nemendur skrá hjá sér tilgátu, lýsingu og niður- stöðu þegar hún liggur fyrir. • Eftir nokkra dag ætti edikið að hafa leyst skurnina upp. • Sterkari sýra leysir skurnina hraðar. Útskýring Eggjaskurnin er að mestu úr kalsíumkarbónati (kalki) sem leysist upp í sýru. Himnan fyrir innan skurnina er hins vegar úr prótíni (hvítuefni) sem ekki leysist upp í sýrunni. Jafnvel hrátt egg helst saman innan í himnunni þó að skurnin hverfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=