Verklegar æfingar í náttúrufræði
99 Efnabreytingar Kennarasíða – Smellur! Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara • Eftir litla stund heyrist smellur og lokið flýgur af. Útskýring Þegar lyftiduftið leysist upp í vatns- og edikblöndunni fara af stað efnabreytingar þar sem myndast koltvíoxíð. Koltvíoxíð er lofttegund. Edikssýran í vatninu veldur því að efnabreytingarnar ganga hraðar fyrir sig. Þrýstingurinn í hylkinu eykst meðan gas myndast. Þegar þrýstingurinn er orðinn nógu mikill flýgur lokið af. Smellurinn verður kröftugri ef efnabreytingarnar ganga hratt fyrir sig. Þessa sömu tilraun má einnig gera með þurrísmola. Þurrís er koltvísýringur á föstu formi við hitastigið –80 °C.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=