Verklegar æfingar í náttúrufræði

98 Efnabreytingar Smellur! Efni og áhöld Filmuhylki með loki, lyftiduft, edikssýra (12%), vatn, matskeið, glas. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og skráið tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Framkvæmd • Setjið eina matskeið af lyftidufti í filmuhylkið. • Blandið nokkrum dropum af edikssýru og 2 matskeiðum af vatni í glas. • Hellið ediksblöndunni í filmuhylkið með lyftiduftinu og setjið lokið strax á. • Bíðið og athugið hvað gerist. Niðurstaða • Hvað gerðist? Lýsið með orðum og mynd. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=