Verklegar æfingar í náttúrufræði

8 2. Aðalnámskrá grunnskóla ekki síður máli en afrakstur verksins. Hópavinna og verklegar tilraunir geta örvað náms- ferlið og margfaldað sköpunarkraftinn þegar nemendur leggja ólíka reynslu og mismunandi skoðanir í umræðuna. Einnig er mikilvægt að sköpunarkraftur, innsæi og ímyndunarafl fái að njóta sín þegar nemendur safna gögnum, vinna úr þeim og kynna niðurstöður sínar í lok verklegrar vinnu í náttúrufræði. Hæfni Þekking, leikni og hæfni eru lykilhugtök í aðalnámskrá grunnskóla. Í skólanum þarf að skapa námsumhverfi sem hjálpar nemendum að byggja upp þekkingu sína og leikni. Hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. „Nemendur þurfa að vita hvað þeir vita og hvað þeir geta og vita hvernig best er að beita þekkingu sinni og leikni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það. Hæfni er þannig meira en þekking og leikni. Hún felur einnig í sér viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og sköp- unarmátt, félagsfærni og frumkvæði.“ (AN, 2011, bls. 23) Lykilhæfni „Nám í náttúrugreinum er vel til þess fallið að ná viðmiðum um lykilhæfni sem eru sam- eiginleg öllum námssviðum .3“ (AN 2011, bls. 168) Lykilhæfni snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mati á eigin námi . (AN, 2013, bls. 86) Eðlilegt er að kennarar og nemendur hafi hliðsjón af hæfniviðmiðum þessara lykilþátta þegar þeir ákveða námsefni, velja kennsluaðferðir og vinna með námsmat í skólastarfi. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum og leggur grunn að almennri menntun. Verklegar æfingar í litlum hópum þar sem sjálfstæði einstaklingsins og samvinna hópsins eru höfð að leiðarljósi skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir nemendur til að iðka skapandi og gagnrýna hugsun . Í námsferlinu reynir á að nemendur geti nýtt þau gögn og þá miðla sem best henta hverju sinni til að afla haldbærra upplýsinga um viðfangsefnið. Við verkefnaskil reynir á að þeir geti miðlað efninu á greinargóðan hátt, tekið jákvæðri gagnrýni og rökrætt ágreinings- mál af skynsemi. Skipulag vinnunnar krefst þess einnig að nemendur taki að einhverju leyti ábyrgð á námi sínu og geti metið árangurinn. „Nemendur þurfa að átta sig annars vegar á að þekking verður ekki eingöngu byggð á bein- um athugunum heldur líka á upplifun, ímyndunarafli og sköpun og hins vegar að vísindaleg þekking er aldrei algild, endanleg eða óyggjandi. Nemandi þarf að fá tækifæri til að upplifa, skoða náttúruna og umhverfið og læra að veita athygli, afla, vinna úr og miðla upplýsingum úr heimildum og athugunum, jafnframt að treysta á forvitni sína, til að þetta takist.“ (AN 2011, bls. 168)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=