Verður heimurinn betri?

HEIMURINN ER BETRI EN ÞÚ HELDUR Hvert er raunverulegt ástand heimsins? Hvað segir tölfræðin okkur? Við stöndum á tímamótum í sögu mannkyns. Undanfarin ár hafa hitamet fallið um heim allan, bæði á landi og í sjó. Mörg lönd hafa orðið fyrir gróðureldum og þurrkum en önnur glíma við skæðar rigningar og flóð1. Á sama tíma eru mörg lönd enn að takast á við afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins, fjöldi vopnaðra átaka í heiminum hefur ekki verið jafn mikill síðan í seinni heimsstyrjöldinni og ójöfnuður, bæði innan og á milli landa, fer vaxandi2. Allt þetta stuðlar að erfiðri efnahagsstöðu þar sem fjöldi þjóða glímir við alvarlega efnahagskreppu og miklar skuldir, sem gerir það nær ómögulegt fyrir þær að fjárfesta í fólki og innviðum til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun. Þrátt fyrir neikvæða þróun síðustu ára hafa ýmsir þættir batnað á undanförnum áratugum, þó að þekking á þeirri framþróun sé misjöfn3. Á 21. öldinni hafa fjölmargir vísindamenn og stofnanir rannsakað þekkingu fólks á alþjóðlegri þróun. Meðal þeirra er Gapminder-stofnunin, sem árið 2019 lagði könnun fyrir 15.000 manns frá 31 landi. Niðurstöðurnar sýna að margir hafa ranga sýn á þróun heimsins og eru ómeðvitaðir um margar af þeim miklu framförum í þróunarmálum sem hafa átt sér stað á undanförnum áratugum. Til dæmis vissu aðeins 11% að sárafátækt í heiminum minnkaði um næstum 50 prósent á árunum 1999 til 2019. Raunar hélt 61% ranglega að sárafátækt hefði tvöfaldast á tímabilinu. Á sama tíma töldu 7 af hverjum 10 að innan við helmingur eins árs barna í heiminum væru bólusett þegar raunin er sú að allt að 89% barna fá bólusetningu gegn að minnsta kosti einum sjúkdómi á fyrsta æviári sínu. 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=