Verður heimurinn betri?

MEIRA UM ÞRÓUN Á ALÞJÓÐAVETTVANGI Það eru margar leiðir til að fylgjast með þróun á alþjóðavettvangi. Sameinuðu þjóðirnar og UNDP bjóða upp á fjölda vefsíðna og skýrslna þar sem hægt er að afla frekari upplýsinga um stöðu heimsins og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verður heimurinn betri? á netinu Bókin er einnig í boði sem gagnvirkt PDF-skjal á heimasíðu MMS og kennsluvef Félags Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á netinu Á heimasíðu Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, un.is og heimsmarkmidin.is, eru upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hvað þú getur gert til að hjálpa til við að ná þeim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin á ensku má nálgast á sdgs.un.org/goals. UNDP á netinu UNDP er Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna og starfar í 170 löndum í þeim tilgangi að uppræta fátækt, draga úr ójöfnuði, hraða grænni umbreytingu, efla friðsamleg samfélög og styðja ríki í átt að því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hægt er að lesa meira um UNDP á heimasíðu Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. UNDP á samfélagsmiðlum Instagram: UNDP X: UNDP LinkedIn: UNDP Facebook: UNDP #Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 74

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=