Verður heimurinn betri?

tengjast Jörðinni betur. Að tengjast einhverju – jökli, náttúrunni í heild sinni eða ákveðnum málstað – getur leitt til aukinnar samkenndar, sem síðan getur leitt til aðgerða. Við þurfum aðgerðir í dag – rétt eins og við þurftum á þeim aðgerðum að halda sem bættu lífslíkur barna og drógu úr fátækt, svo tekið sé dæmi um margt af því jákvæða sem fram kemur í þessari bók. Til að halda áfram að bregðast rétt við þurfum við ímyndunarafl og sköpunargáfu. Mig langar því til að skilja þig eftir með þessa – ef til vill róttæku – hugmynd: Til að bæta líf fólks um allan heim, til að byggja á áreiðanlegum staðreyndum sem bera sameiginlegu starfi okkar vitni, er góð hugmynd að hægja á. Í stað þess að stressa þig á þörfinni fyrir aðgerðir, reyndu þá þetta: Horfðu upp. Horfðu niður. Horfðu í kringum þig. Athugaðu hvort þú finnur fyrir tengingu við umhverfi þitt. Skilgreindu fyrir þig hvað er mikilvægt í lífinu, þínu eigin lífi. Hugsaðu um hvernig þú getur fundið merkingu, gleði og persónulega lífsfyllingu án þess að stofna lífi komandi kynslóða í hættu. Hugsaðu um þig í tengslum við þetta framtíðarlíf og alla þá vinnu sem þegar hefur verið unnin. Hugsaðu um þig sem hluta af samfelldum hópi „okkar“ sem vinnur saman að því að mæta þörfum allra manneskja og vistkerfa jarðar. Þú gætir orðið hissa á sköpunargáfu þinni og möguleikunum sem koma í ljós þegar þú leyfir þér að skynja og nema umhverfi þitt með þessum hætti. Til að bæta líf fólks um allan heim, til að byggja á áreiðanlegum staðreyndum sem bera sameiginlegu starfi okkar vitni, er góð hugmynd að hægja á. 73

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=