#SÖGUR SAMAN FYRIR BETRI FRAMTÍÐ LISTAMAÐURINN ÓLAFUR ELÍASSON hefur lengi verið virkur talsmaður sjálfbærrar þróunar og gegnir nú hlutverki velgjörðarsendiherra Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk hans er stuðla að aukinni þekkingu og þátttöku í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. STUNDUM ÞARF AÐ HÆGJA Á TIL AÐ FARA HRAÐAR Þessi bók sýnir að heimurinn er á margan hátt að verða betri staður að búa á – þrátt fyrir yfirstandandi stríð, falsfréttir, og mótsagnirnar sem við okkur blasa í fjölmiðlum og víðar. Þvílíkur léttir! Við skulum halda fast í þessa hugmynd. Höldum í fréttir af betri heimi þegar við finnum fyrir áskorunum í daglegu lífi okkar. Kannski finnurðu stundum fyrir ótta eða vonleysi. Ég geri það. Hvað með loftslagsmálin? Þarf ekki að skipta strax úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orku? Hvernig getum við gert meira? Hraðar? Í starfi mínu sem myndlistarmaður hef ég fundið fyrir því að stundum er best að hægja á sér, jafnvel þótt eitthvað sé aðkallandi. Þetta kann að hljóma öfugsnúið. En þegar ég hægi á upplifi ég meira, finn meira og sé fleiri möguleika. Þegar ég starfa á vinnustofunni minni í Berlín og þarf til dæmis að keppast við að klára listaverk fyrir sýningu reyni ég að hægja á öllu. Jafnvel þó að fresturinn sé daginn eftir. Því ég veit, innst inni, að þannig verða bestu listaverkin til. Hvers vegna? Vegna þess að þegar ég hægi á mér kemst ég aftur í nálægð við skynfæri mín og líkama. Þegar ég hugsa, finn og skynja, ekki bara með heilanum heldur með öllum líkamanum, tek ég betri ákvarðanir um listaverkin og um lífið almennt, ákvarðanir sem ég get virkilega treyst. Sem listamaður reiði ég mig á skynfærin. Þegar ég veiti minni eigin skynjun og upplifun athygli verð ég auðmýkri. Því minna sem ég er í vörn gagnvart öðrum, því betur gengur mér 70
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=