Verður heimurinn betri?

1. Láttu í þér heyra! Krefstu þess að stjórnvöld á þínu svæði grípi til aðgerða og styðji við verkefni sem vernda jörðina og íbúa hennar. 2. Vertu með puttann á púlsinum. Fylgstu með innlendum og erlendum fréttum og framvindu heimsmarkmiðanna heimsmarkmidin.is 3. „Deildu“ í stað þess að bara „líka við“. Ef þú til dæmis sérð áhugaverða færslu á samfélagsmiðlum um réttindi kvenna eða loftslagsmál, deildu henni með vinum þínum. En mundu að vera gagnrýnin/nn á heimildir áður en þú deilir þeim. 4. Veldu mat sem er umhverfis- og loftslagsvænn. Borðaðu minna kjöt og meira grænmeti, veldu innlenda framleiðslu og reyndu að minnka matarsóun. 5. Sparaðu orku og minnkaðu kolefnisspor þitt. Slökktu ljósin, lækkaðu hitastigið innandyra og athugaðu hvernig þú kyndir heimilið þitt. Geturðu skipt yfir í endurnýjanlegan orkugjafa? 6. Endurhugsaðu – endurnýttu – endurskapaðu! Hafðu minni áhrif á jörðina og leggðu þitt af mörkum með sjálfbærari neyslu. Endurskoðaðu neysluvenjur þínar, forðastu óþarfa skyndikaup, notaðu það sem þú átt til matargerðar og flokkaðu úrgang. 7. Mótmæltu mismunun og áreitni. Stattu vörð um mannréttindi, taktu virkan þátt í samfélaginu og gríptu inn í þegar þú verður vitni að óréttlæti. 8. Hjólaðu, gakktu eða notaðu almenningssamgöngur. Takmarkaðu flugferðir og bílanotkun við það sem raunverulega er nauðsynlegt. 9. Stattu fyrir jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu. Skoraðu á staðalímyndir í fjölmiðlum, styddu leiðtoga sem berjast fyrir jöfnum tækifærum. Fordæmdu kynþáttafordóma og kynjamisrétti, bæði í daglegu lífi og á netinu. 10. Notaðu neytendavald þitt. Þú hefur vald til þess að velja hvaða vörur og þjónustu þú styður. Lestu þér til og veldu vörur frá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa skuldbundið sig til að draga úr losun jarðefnaeldsneytis og stuðla að sjálfbærara samfélagi. Þú getur lesið meira á verdurheimurinnbetri.is til að finna innblástur og aðrar leiðir til að taka þátt. Deildu reynslu þinni og fylgstu með umræðunni á samfélagsmiðlum með myllumerkjunum #heimsmarkmiðin og #globalgoals. 69

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=