HVERT ER ÞITT LEIÐARLJÓS? SAMKVÆMT MANNFRÆÐINGNUM Katarina Graffman, sem rannsakar neyslumynstur og fjölmiðlanotkun, getur upplýsingamagnið sem við erum útsett fyrir í dag verið yfirþyrmandi og erfitt að átta sig á. Hvernig eigum við að flokka allar þessar upplýsingar um þróun heimsins? Hverjum getum við treyst í þessum frumskógi upplýsinga? Hvað er satt og hvað ekki? Til að auðvelda okkur þessa áskorun ráðleggur Graffman að við finnum okkur ákveðin „leiðarljós“. Leiðarljós er einstaklingur eða stofnun sem veitir okkur innblástur og sem við vitum að er áreiðanleg(ur) og fróð(ur) á sínu sviði. Þetta gæti verið einstaklingur á samfélagsmiðlum eða einhver í okkar daglega lífi, svo sem kennari, leiðbeinandi, foreldri eða vinur. Í rannsókn sinni komst Graffman að því að leiðarljós eru að verða sífellt mikilvægari og geta virkað sem leiðsögumenn í gegnum upplýsingafrumskóginn. Hvaða einstaklingar eða stofnanir eru leiðarljósin þín? Hvað getur þú gert til að veita innblástur og mögulega vera leiðarljós fyrir aðra í umbreytingunni í átt að sjálfbærari heimi? Heimild: „In search of the time ahead: bubbles, shame and other phenomena“ eftir Katarina Graffman, Emma Lindblad, Jacob Östberg. #SÖGUR 66
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=