Verður heimurinn betri?

Á hverjum degi og í öllum löndum vinna einstaklingar og stofnanir að því að finna lausnir við þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. áskoranir sem við okkur blasa,“ segir Henrik. Grænu umskiptin eru dæmi um hvernig breytingar á einu sviði geta haft jákvæð áhrif á önnur, bæði staðbundið og á heimsvísu. Að vernda og stjórna auðlindum jarðar er forsenda útrýmingar fátæktar og sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun loftslags og umhverfis tengist beint lýðræðislegri og efnahagslegri þróun samfélaga. „Grænu umskiptin eru að breyta því hvernig við nýtum og höfum áhrif á auðlindir jarðar, vatn, skóga og jarðveg. Þetta mun ekki aðeins draga úr loftslagsáhrifum heldur einnig stuðla að sjálfbærara samfélagi með nýjum störfum og auknum viðnámsþrótti gegn bæði heimsfaröldrum og náttúruhamförum,“ segir Henrik. Í dag býr rúmlega helmingur jarðarbúa í borgum. Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall muni hækka í 70% á næstu 50 árum. Það þýðir að væntanleg íbúafjölgun mun að mestu eiga sér stað í borgum. Það er í sjálfu sér ekki neikvæð þróun; dánartíðni barna er lægri í borgum, meðalævilengd er lengri og þar er betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu. En til þess að þessi þróun verði sjálfbær þarf að skipuleggja og þróa borgir með skilvirkum og umhverfisvænum hætti í takt við fólksfjölgun. „Sjálfbær umbreyting borga mun samstundis hafa jákvæð áhrif. Þegar við grípum til aðgerða og gerum jákvæðar breytingar á einum stað hefur það oft keðjuverkandi áhrif á nánasta umhverfi á landsvísu og alþjóðlega. Ég held að við ættum alls ekki að vanmeta eða gera lítið úr þeim litlu breytingum sem við gerum í okkar daglega lífi, eins og að flokka úrgang, hjóla í vinnuna, fljúga minna eða breyta orkulausnum heimila okkar. Þetta eru mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að leggja áherslu á til að hvetja aðra til að fylgja fordæmi okkar.“ 65

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=