LEIKURINN VINNST OFT Í SEINNI HÁLFLEIK Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (SDG) hafa Sameinuðu þjóðirnar og aðildarríki þeirra sett sér skýr markmið um hvernig við viljum að heimurinn verði árið 2030. Til þess að ná þessum markmiðum hafa verið skilgreind undirmarkmið sem hjálpa okkur að nýta rétt úrræði á réttum stað á réttum tíma. Eins og áður hefur verið nefnt í þessari bók hafa áföll undanfarinna ára, langvarandi stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 heimsfaraldurinn gert leiðina að sjálfbærri þróun erfiðari en áður. Þegar helmingur tímarammans til að ná heimsmarkmiðunum var liðinn sumarið 2023 kom í ljós að aðeins um 12% af 169 undirmarkmiðum voru á réttri leið. Næstum helmingur undirmarkmiðanna var að dragast aftur úr og yfir þriðjungur þeirra hafði staðnað eða jafnvel færst aftur á bak frá árinu 2015. Þetta eru ekki bara tölur á pappír. Þetta snýst um fólk. Ef við gefum ekki í munu 575 milljónir manna enn búa við sárafátækt, 84 milljón barna munu ekki geta sótt skóla og lært að lesa og skrifa og 660 milljónir manna munu ekki hafa aðgang að rafmagni árið 203051. Gluggi tækifæranna til að halda meðalhlýnun jarðar innan við 1,5 gráður og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagskrísunnar er við það að lokast. Rétt eins og efnahagsleg þróun hefur verið drifkraftur mikilla samfélagslegra framfara síðustu áratugi hefur hún einnig verið helsta orsök margra þeirra álagsþátta sem við höfum lagt á jörðina okkar. Efnahagsþróun knúin áfram af jarðefnaeldsneyti hefur þegar haft áhrif á grundvallarforsendur mannlegs lífs. Og það leikur enginn vafi á því að það eru efnameiri ríkin sem hingað til hafa haft mest áhrif á loftslag jarðar. Hins vegar er það fyrst og fremst fólk sem býr í lág- og millitekjulöndum auk þeirra sem viðkvæmust eru fyrir sem bera þyngstu byrðarnar og finna mest fyrir afleiðingunum. FYRIRHEIT Á ERFIÐUM TÍMUM Það eru erfiðir tímar fyrir fjölda fólks um allan heim. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og loforðin sem gefin voru varðandi sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 eru í húfi. Áskoranirnar eru margar en það eru lausnirnar líka. Hvað þarf að gera til að snúa þessari þróun við? Hvað hefur sérfræðingur í þróunarmálum að segja um stöðu heimsmarkmiðanna? Henrik Fredborg Larsen er yfirmaður Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndunum. Hann ber ábyrgð á farsælum samskiptum og samstarfi 63
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=