Verður heimurinn betri?

KLÆÐIRÐU ÞIG EFTIR VEÐRI? VIÐ Á NORÐURLÖNDUNUM kaupum mikið af fötum. Í dag er ekki lengur aðeins um haust-, vor-, sumar- og vetrarlínur að ræða, heldur bjóða tískufyrirtæki upp á margar nýjar línur á hverju tímabili. „Hraðtíska“ gerir neytendum kleift að kaupa ódýran tískufatnað en bein og óbein áhrif tískuiðnaðarins eru gríðarleg. Þegar kemur að hraðtísku, og nú einnig ofurhraðtísku, er það umhverfið og þau sem vinna við framleiðslu þessa ódýra fatnaðar sem gjalda fyrir þessa þróun. Slæm vinnuskilyrði, lág laun og neikvæð heilsufarsáhrif eru raunveruleiki margra í framleiðslukeðju hraðtískunnar. En það eru ekki aðeins aðstæður í framleiðslu og langar flutningsleiðir sem hafa neikvæð áhrif á bæði fólk og umhverfi. Hinn mikli hraði í framleiðslu og neyslu þýðir að stór hluti fatnaðar er aldrei notaður eða aðeins í stuttan tíma áður en honum er fargað. Oft endar þessi fatnaður á ruslahaugum í öðrum löndum. Vorið 2023 stóð sænsk fréttastofa fyrir umfangsmikilli rannsókn á því hvar þau föt sem Svíar losa sig við enda. Rannsóknin leiddi í ljós að fatnaður frá Svíþjóð er sendur á ruslahauga í Vestur-Afríkuríkinu Benín, nánar tiltekið í Cotonou – einn stærsta urðunarstað heims. Samkvæmt rannsókninni á þetta einnig við um fatnað sem margir skila til endurvinnslu, í þeirri trú að hann verði endurnýttur. Niðurstöðurnar styðja það sem vísindamenn hafa bent á í nokkurn tíma, að ofneysla í efnameiri ríkjum gerir líf annars staðar í heiminum ósjálfbært. En ekki er öll von úti. Stöðugt er verið að leita leiða í átt að sjálfbærni. Fylgstu með samtökum eins og Náttúruverndarsamtökum Íslands, Landvernd eða World Wide Fund for Nature (WWF) til að læra meira um sjálfbæra neyslu og framleiðslu. Heimild: Náttúruverndarsamtök Svíþjóðar, Umhverfisverndarstofnun Svíþjóðar. #SÖGUR 60

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=