Verður heimurinn betri?

LÍFFRÆÐILEG FJÖLBREYTNI Líffræðileg fjölbreytni eða líffjölbreytni vísar til fjölbreytileika lífs á jörðinni og skiptist í þrjú svið: fjölbreytni tegunda, fjölbreytni vistkerfa og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Það er auðvelt að fyllast vonleysi þegar litið er til þess að við gætum staðið frammi fyrir sjöttu fjöldaútrýmingunni, þar sem ein milljón dýra- og plöntutegunda er nú í útrýmingarhættu49. Frá áttunda áratugnum hafa stofnar villtra dýra dregist saman um meira en 60%. Síðasta fjöldaútrýming átti sér stað fyrir um 65 milljónum ára, þegar risaeðlurnar dóu út. En heimurinn stendur ekki aðgerðalaus hjá. Mikilvæg alþjóðleg samkomulög hafa verið gerð til að bregðast við þessari ógn. Eitt þeirra er Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni (CBD), sem var samþykktur á Umhverfis- og þróunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Í desember 2022 samþykktu leiðtogar heimsins nýjan alþjóðlegan rammasamning fyrir líffræðilega fjölbreytni: Kumming-Montreal. Markmið þessa rammasamnings er að stöðva frekari hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og stuðla að því að við lifum í sátt og samlyndi við náttúruna árið 2050. Samningurinn er einnig mikilvægt skref í átt að viðurkenningu á réttindi frumbyggja, nærsamfélaga, kvenna og ungs fólks50. #NÁTTÚRAFYRIRLÍFIÐ NEYSLA Aukin meðvitund um hvernig gjörðir okkar hafa áhrif á aðra gæti verið fyrsta skrefið í átt að dýpri skilningi á því sem er að gerast með jörðina okkar. Í dag neytum við meira en jörðin getur staðið undir. Þetta á meðal annars við um fatnað, raftæki, bíla og ferðalög. Hluti neyslunnar er nauðsynlegur fyrir daglegt líf en annað er frekar til þess gert að uppfylla óskir og langanir. Síðan á áttunda áratugnum hefur íbúafjöldi jarðar tvöfaldast en heildarneysla mannsins hefur fjórfaldast. Af öllu því sem þú kaupir, hvað þarftu í raun og veru og hvað langar þig einfaldlega til að eignast? 59

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=