Verður heimurinn betri?

FLEIRI NÝ TRÉ GRÓÐURSETT Í KENÍA VISSIR ÞÚ AÐ Kongó státar af einum stærsta regnskógi heims? Eða að eftir áratugi af skógareyðingu í Kenía hefur landið nú hafið markvissar aðgerðir til að bregðast við afleiðingunum? Kenía, sem státar af mestu líffræðilegu fjölbreytni í allri Austur-Afríku, er heimili um tveggja milljóna manna sem treysta á skóga og vistkerfi landsins til lífsviðurværis. Sífellt fleiri njóta nú góðs af verkefnum þar sem skólar og fyrirtæki taka þátt, ekki aðeins í gróðursetningarátökum heldur einnig í stefnumótun varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun skóga. Þá hefur ríkisstjórn Kenía einnig viðurkennt mikilvægt hlutverk frumbyggja í verndun skóga. Framfarirnar hafa verið hraðar. Kenía náði upphaflegu markmiði sínu um 10% endurgróðursetningu árið 2022 og hefur nú sett sér metnaðarfullt markmið um að ná 30% hlutfalli fyrir árið 2050. Ein þeirra sem taka þátt í þessu metnaðarfulla skógræktarverkefni er hin 26 ára Ruth Kimani, sem meðal annars gróðursetur tré í Nakuru-þjóðgarðinum í Kenía. Þjóðgarðurinn er heimkynni margra einstakra dýrategunda eins og ljóna, hlébarða, nashyrninga, flóðhesta og hundraða fuglategunda, þar á meðal bleika flamingósins. En þetta er einnig vistkerfi sem stendur frammi fyrir mikilli ógn sökum skógareyðingar, mengunar og hraðrar þéttbýlismyndunar í nærliggjandi samfélögum. Nýlega vann Ruth Kimani með hópi kvenna úr nálægum þorpum við að rækta græðlinga sem verða gróðursettir í þjóðgarðinum. „Að vinna með konum á svæðinu og kaupa af þeim græðlinga er besta lausnin fyrir okkur og veitir þeim auknar tekjur s,“egir Kimani. En áhugi hennar á sjálfbærni felst ekki eingöngu í skógrækt. Ruth rekur einnig tískumerki sem byggir eingöngu á endurvinnslu á textílúrgangi. „Að segja fólki að maður reki tískumerki sem byggir á sjálfbærni vekur ekki alltaf hrifningu því fæstir gera sér grein fyrir áhrifum úrgangs á umhverfið. Mig dreymir um framtíð þar sem fólk áttar sig á áhrifum eigin lífsstíls á jörðina og þar sem við tökum alvöru skref í átt að hringrásarhagkerfi, sérstaklega með því að hvetja til endurvinnslu og skógræktar,“ segir Ruth Kimani. Heimild: Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP #SÖGUR 56

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=