#LOFTSLAGSAÐGERÐIR OG #NÁTTÚRAFYRIRLÍFIÐ Staðan í dag: Loftslag jarðar er að breytast á síauknum hraða. Losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast, magn koltvísýrings í andrúmsloftinu er nú það hæsta í tvær milljónir ára og meira en ein af hverjum fimm dýrategundum er í útrýmingarhættu44. Horfur: Sífellt brýnna er að stemma stigu við hnattrænni hlýnun og þeim loftslagsbreytingum sem henni fylgja. Hvert skref, stórt eða smátt, í rétta átt skiptir máli. LLoftslagsbreytingar eru raunveruleg og óumdeilanleg ógn við þróun mannkyns og jarðarinnar sem við búum á. Losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast og því stöndum við frammi fyrir hættunni á að meðalhlýnun jarðar fari yfir tvær gráður á Celsius. Því myndu fylgja alvarlegar afleiðingar fyrir vistkerfin, súrnun sjávar, öryggi mannfólks, matvælaframleiðslu, vatnsbirgðir og lýðheilsu auk þess að auka hættuna á náttúruhamförum45. Áhrifin eru þegar sýnileg og munu versna enn frekar ef ekkert er að gert. Með fræðslu, nýsköpun og með því að uppfylla loftslagsskuldbindingar okkar getum við gert nauðsynlegar breytingar sem þarf til að vernda jörðina. Þessar breytingar fela einnig í sér stórkostleg tækifæri til að nútímavæða innviði, skapa ný störf og stuðla að velferð um allan heim. KOLTVÍSÝRINGUR Í ANDRÚMSLOFTINU Við höfum lengi vitað að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu er að aukast, sem hefur áhrif á jörðina okkar. Fyrir meira en 60 árum setti vísindamaður að nafni Charles D. Keeling upp mælistöð á fjallstindi á Havaí, mitt í Kyrrahafinu, til að lágmarka áhrif mannlegra athafna á niðurstöður mælinganna. Alla tíð síðan höfum við fengið mánaðarlegar niðurstöður um styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu. Frá því að Keeling hóf mælingar árið 1958 hefur styrkur koltvísýrings hækkað úr 320 ppm (hlutar á milljón) í 400 ppm. Fyrir iðnbyltinguna var styrkurinn 280 ppm. Jarðfræðirannsóknir sýna að styrkurinn hefur líklega ekki verið svo hár í þrjár milljónir ára. Við höfum einnig lengi þekkt til tengsla milli styrks koltvísýrings í 54
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=