#SÖGUR UM ÞESSAR mundir beinist stór hluti rannsókna- og nýsköpunarvinnu að því að finna nýjar leiðir til að framleiða sjálfbæra orku með lágmarks vistspor. Ein þeirra sem vinna að slíku er Iman Hadi, frumkvöðull frá dreifbýli í Jemen. Áralöng átök í Jemen hafa haft óbætanleg áhrif á líf fjölda fólks og eru milljónir manna nú í afar viðkvæmri stöðu. Í kjölfar átakanna hefur fátækt, hungur og sjúkdómar færst í aukana. Meira en helmingur íbúa Jemen fær ekki nægan mat og 25 prósent þjást af vannæringu. Af þeim eru tvær milljónir börn43. Frumkvöðullinn Iman þekkir af eigin raun þá fátækt og eymd sem hrjáir stóran hluta landsins. Í mörgum þorpum er ástandið sérstaklega slæmt, þar sem grunnþjónusta eins og stöðug raforkuveita er nánast engin. Því ákvað Iman að grípa til aðgerða. „Ég áttaði mig á hversu mikið fólk á mínu svæði þjáist, sérstaklega konur, svo að ég ákvað að yfirstíga félagslegar og menningarlegar hindranir og gera eitthvað í málunum,“ segir hún. Í dag leiðir Iman hóp tíu kvenna sem sett hafa upp sólarrafhlöðukerfi til að veita íbúum Abs í Hajjah-héraðinu aðgang að hreinni orku. „Hár kostnaður við rafmagn framleitt með dísilvélum hefur gert mörgum fátækum fjölskyldum ókleift að fá aðgang að rafmagni. Í dag sér rafkerfið 43 heimilum fyrir orku á viðráðanlegu verði og fleiri munu bætast við von bráðar,“ segir Iman. Síðan hún stofnaði fyrirtæki sitt fyrir tveimur árum, með stuðningi frá UNDP og Evrópusambandinu, hefur viðskiptavinahópurinn vaxið úr 25 í 43 heimili. Hreinn hagnaður hennar hefur náð 1.200.000 jemenskum riyal (um 2.360 USD miðað við gengi í nóvember 2023), sem er veruleg upphæð í dreifbýli Jemen. Starf Iman hefur haft djúpstæð áhrif á samfélag hennar og veitt nágrönnum og vinum innblástur og von. Faleha Mohammad, íbúi í Al Ghadi-hverfinu, bjó ásamt öldruðum foreldrum sínum í kofa. Fjölskyldan hafði enga stöðuga tekjulind, en örugg orkuveita frá sólarorkukerfi Iman hvatti Faleha til að kaupa saumavél og hefja framleiðslu og sölu á fatnaði. Frumkvöðlahugsun Falehu tryggði fjölskyldunni stöðugri tekjur, sem gerði þeim kleift að byggja nýtt og stærra heimili. Þegar áhrif sólarorkuverkefnis Iman Hadi á samfélagið urðu þekkt var hún valin á lista BBC yfir áhrifamestu konur heims fyrir framlag sitt til jákvæðra breytinga og áhrifa, þrátt fyrir ótryggt öryggisástand í landinu. Heimild: Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP TÆKNIÞRÓUN OG SJÁLFBÆR ORKA Í JEMEN 52
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=