#TÆKNI Staðan í dag: Nýsköpun og tækninýjungar hafa gjörbylt aðgerðum í þágu sjálfbærrar þróunar og hraði tækniframfara eykst stöðugt. Horfur: Við erum nú stödd í miðri tæknibyltingu sem mun halda áfram að umbreyta lífi okkar. Tækniframfarir eru nauðsynlegar til að finna sjálfbærar lausnir á þeim vanda sem mannkynið og jörðin standa frammi fyrir. Internetið hefur gjörbreytt því hvernig við höfum samskipti og hversu hratt við getum nálgast upplýsingar. Helmingur jarðarbúa er tengdur internetinu á hverjum tíma og að meðaltali hafa 700.000 manns til viðbótar aðgengi að netinu á degi hverjum. VIÐ VÆRUM EKKI ÞAR SEM VIÐ ERUM Í DAG ÁN RAFMAGNS Vísindamenn fóru að rannsaka stöðurafmagn strax á 17. öld. Á 18. öld komust vísindamenn að því að rafmagn skiptist í jákvæðar og neikvæðar hleðslur. Orka var fyrst virkjuð á 19. öld og ljósaperan var fundin upp undir lok sömu aldar. En það var ekki fyrr en Nikola Tesla þróaði riðstraum að rafmagn varð aflvaki samfélagslegra framfara. Á rúmlega 100 árum fóru mörg lönd heims úr algjöru rafmagnsleysi yfir í að verða fullkomlega háð rafmagni38. Árið 1998 höfðu 73 prósent jarðarbúa aðgang að rafmagni; árið 2023 var þetta hlutfall komið í 91 prósent. Þrátt fyrir þessa framvindu skortir enn yfir 660 milljónir manna aðgang að þessari grunnþjónustu. Mikill árangur hefur náðst í Rómönsku Ameríku og víða í Asíu en stór svæði í Afríku sunnan Sahara eru langt á eftir. Það er raunar svo að 75 prósent þeirra sem enn hafa ekki aðgang að rafmagni búa í Afríku sunnan Sahara39. Í marga áratugi hafa jarðefnaeldsneyti eins og kol, olía og gas verið helstu orkugjafar fyrir rafmagnsframleiðslu en bruni þeirra losar gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og skaða bæði heilsu okkar og umhverfið. Þar að auki eykst rafmagnsnotkun í heiminum hratt. Án stöðugs rafmagns verða þjóðir í erfiðleikum með að viðhalda hagkerfum sínum. Til að tryggja öllum aðgang að hreinni orku fyrir árið 2030 þurfum 50
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=