Verður heimurinn betri?

væri hægt að koma í veg fyrir flest þessara andláta. MISMUNUN GEGN HINSEGIN FÓLKI Eitt af grundvallaratriðum heimsmarkmiðanna er að engin manneskja skuli skilin eftir eða útilokuð. Þrátt fyrir þetta eru hinsegin einstaklingar oft útilokaðir frá aðgerðum um sjálfbæra þróun í mörgum löndum. Hinsegin fólk (lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, trans og intersex) býr við meiri líkur á kúgun og mismunun í samfélögum þar sem jafnrétti hefur ekki verið tryggt. Vegna mismununar og kúgunar býr hinsegin fólk við verri heilsu og takmarkaðri aðgang að menntun og er líklegra til að búa við fátækt. Sem stendur er kynlíf milli karla ólöglegt í yfir 65 löndum og kynlíf milli kvenna í yfir 41 landi. Auk þess refsa yfir 12 lönd trans fólki fyrir kynvitund sína eða tjáningu með lögum gegn transvestisma/ klæðskiptum eða dulargervi. Vísitala UNDP um kynjamismunun (GII) er mælikvarði sem greinir ójöfnuð milli kynja meðal annars í heilbrigðismálum, valdeflingu og atvinnuþátttöku. Hér til hliðar getur þú séð hvaða lönd fengu hæstu og lægstu einkunnir árið 2022 samkvæmt GII. Viltu vita nýjustu niðurstöðurnar? Farðu á hdr.undp.org og sökktu þér í tölfræðina! Topp 10 listi yfir lönd með mesta kynjajafnrétti árið 2023 1. Danmörk 2. Noregur 3. Svíþjóð 4. Sviss 5. Holland 6. Finnland 7. Ísland 8. Belgía 9. Singapúr 10. Austurríki Topp 10 listi yfir lönd með minnsta kynjajafnrétti árið 2023 1. Gínea 2. Malí 3. Haítí 4. Gínea-Bissá 5. Líbería 6. Afganistan 7. Tsjad 8. Sómalía 9. Nígería 10. Jemen Heimild: Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP #JAFNRÉTTIKYNJANNA 49

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=