Verður heimurinn betri?

Jafnrétti kynjanna er forsenda sjálfbærrar og friðsællar þróunar. Jafnrétti snýst um réttláta dreifingu valds, áhrifa og auðlinda. Allar tegundir ofbeldis, mismununar og skaðlegra hefða gagnvart konum og stúlkum hafa ekki aðeins áhrif á einstaklinginn heldur einnig á samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir þær framfarir sem náðst hafa á síðustu 20 árum í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna í mörgum löndum er staðan enn sú að stúlkur og konur fá færri tækifæri og hafa minni völd. Konur verða fyrir mismunun á flestum sviðum, þær fá lakari heilbrigðisþjónustu, bera meiri ábyrgð á ólaunuðum heimilisverkum, fá lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu og verða frekar fyrir hatursorðræðu og hótunum á netinu og á samfélagsmiðlum. Góðu fréttirnar eru þær að hlutfall kvenna á vettvangi stjórnmálanna hefur aldrei verið hærra en nú en þó eru aðeins 27% kosinna þingmanna í heiminum konur33. Þrátt fyrir að jafnrétti kynjanna sé forsenda sjálfbærrar þróunar eru framfarir í átt að réttlátari dreifingu valds og auðs í heiminum hægar. HEIMSFARALDURINN – ÁFALL FYRIR JAFNRÉTTISBARÁTTUNA Konur og börn urðu einna verst úti í COVID-19 heimsfaraldrinum. Ekki aðeins vegna þess að konur tóku meiri ábyrgð á heimilinu og sáu að mestu um umönnun barna þegar leikskólar og skólar voru lokaðir, heldur einnig vegna þess að konur voru í framlínu baráttunnar gegn kórónuveirunni. Á heimsvísu eru konur um 70% alls heilbrigðisstarfsfólks. Að auki jókst ofbeldi gegn konum og börnum, þar sem sóttvarnartakmarkanir þvinguðu fólk til að vera meira heima, en flesta gerendur er að finna innan fjölskyldunnar34. FRAMFARIR Í LAGASETNINGU Jafnrétti kynjanna mun ekki nást nema konur hafi jöfn tækifæri til #JAFNRÉTTIKYNJANNA Staðan í dag: Hlutfall kvenna í stjórnmálum er hærra en nokkru sinni fyrr. Enn er þó langt í að jafnréttismarkmiðum verði náð fyrir árið 2030. Horfur: Jákvæð þróun í átt að auknu kynjajafnrétti á mörgum sviðum, en framfarir ganga hægt og mismunun gegn konum og réttindum hinsegin fólks er enn útbreidd. 46

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=