Verður heimurinn betri?

#FRIÐUR sé að hefja enduruppbyggingu landsins, sáttaferli og úrvinnslu atburða. Skrefið frá neyðarástandi yfir í endurreisn er afar mikilvægt. Lönd sem hafa orðið fyrir áföllum vegna átaka eða kreppu, sem oft vara áratugum saman, eru gjarnan afar berskjölduð gagnvart nýjum krísum og áskorunum. Því er brýnt að byggja skjótt upp viðnámsþrótt og hefja langtímaþróun. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttafólks er flóttafólk einstaklingar sem hafa neyðst til að flýja heimili sín og yfir landamæri vegna stríðs, ofbeldis eða ofsókna, oft fyrirvaralaust. Það getur ekki snúið til síns heima fyrr en aðstæður þar verða stöðugar á ný. Flóttafólk á rétt á hæli í löndum sem hafa skrifað undir samninginn um réttarstöðu flóttafólks sem var samþykktur árið 1951. Samningurinn skilgreinir hver teljast flóttafólk og hver réttindi þeirra eru. Um mitt ár 2024 voru meira en 122 milljónir manna á flótta undan stríði, átökum og ofsóknum um allan heim. Af þeim voru um 32 milljónir skilgreindar sem flóttafólk samkvæmt samningnum um réttarstöðu flóttamanna. Aðrir voru einstaklingar sem sóttu um alþjóðlega vernd án þess að hafa flóttamannastöðu eða fólk á flótta innan síns heimalands. LOFTSLAGSBREYTINGAR ÞVINGA FÓLK TIL AÐ YFIRGEFA HEIMILI SÍN Önnur ástæða fyrir því að fólk neyðist til að yfirgefa heimili sín er loftslagsbreytingar. Fjöldi fólks neyðist til að yfirgefa heimili sín af því að það getur ekki lengur séð fyrir sér eða dvalið í heimabæ sínum vegna þurrka, rigninga, hækkandi sjávarborðs, fellibylja eða annarra öfgafullra veðuraðstæðna af völdum loftslagsbreytinga30, 31. Einstaklingar sem flýja vegna umhverfis- eða loftslagsástæðna teljast ekki flóttafólk samkvæmt skilgreiningu samningsins um réttarstöðu flóttamanna og geta þar af leiðandi ekki leitast eftir hæli á þeim forsendum í mörgum löndum. Alþjóðabankinn áætlar að ef ekkert verður að gert gætu allt að 143 milljónir manna þurft að yfirgefa heimili sín vegna loftslagsbreytinga fyrir árið 205032. 45

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=