Verður heimurinn betri?

#FRIÐUR Staðan í dag: Fjórðungur jarðarbúa býr á átakasvæðum. Um miðbik árs 2024 var áætlað að meira en 122 milljónir manna væru á flótta frá heimilum sínum. Þetta eru tvöfalt fleiri en áratuginn á undan28. Horfur: Viðvarandi og nýtilkomin vopnuð átök víðs vegar um heiminn gera það að verkum að erfitt hefur reynst að ná markmiðinu um frið og réttlæti. ÁÍslandi hefur ekki komið til stríðsátaka. En það er ekki raunin alls staðar. Friðsælum samfélögum í heiminum hefur fækkað á síðustu 15 árum. Samkvæmt Alþjóðlegu friðarvísitölunni (e. Global Peace Index, GPI) 2024 urðu 65 lönd friðsamlegri árið 2023 en 97 lönd urðu ófriðsamari29. Samkvæmt listanum er Ísland friðsamasta land heims og hefur verið það síðan 2008. Friðsamleg samfélög án ofbeldis eru eitt af heimsmarkmiðunum og grundvallarforsenda sjálfbærrar þróunar. Aðgengilegar stofnanir sem starfa á ábyrgan og sanngjarnan hátt þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og fá réttláta málsmeðferð og tækifæri til að hafa áhrif, leggja grunninn að góðum stjórnarháttum sem eru lausir við átök, spillingu og ofbeldi. Engin varanleg framþróun er möguleg í samfélögum sem einkennast af átökum og ofbeldi. Ofbeldi veldur ekki aðeins mannlegri þjáningu heldur grefur það einnig undan grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagsþróunar samfélagsins. Lönd sem glíma við stríð og langvarandi átök eru þau sem eiga oftast erfiðast með að lyfta íbúum sínum upp úr fátækt. Að standa vörð um réttarkerfi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og stuðla að mannréttindum er lykilatriði fyrir friðsöm og sjálfbær samfélög án aðgreiningar. FÓLK Á FLÓTTA VEGNA ÁTAKA OG KREPPU Á þeim tíma sem þetta er skrifað geisa stríðsátök og mannúðarkrísur víða um heim og þörfin fyrir mannúðaraðstoð er meiri en nokkru sinni fyrr. Átök og kreppur skapa neyðarástand og útheimta oft gríðarlegt fjármagn á skömmum tíma til þess eins að bjarga mannslífum. Á sama tíma er nauðsynlegt að grípa eins fljótt og hægt er til aðgerða svo að unnt 44

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=