Verður heimurinn betri?

#SÖGUR RÉTT EÐA RANGT Í SÍERRA LEÓNE Í AÐDRAGANDA ÞINGKOSNINGANNA Í JÚNÍ 2023 Í AUSTUR-AFRÍKURÍKINU Síerra Leóne var settur á laggirnar vettvangur sem kallast iVerify til að takast á við upplýsingaóreiðu og dreifingu falsfrétta og hatursorðræðu í landinu. Markmiðið var að efla aðgang íbúa að hlutlausum fréttum í aðdraganda kosninganna. Þessi vettvangur var búinn til af blaðamönnum frá Síerra Leóne, Blaðamannfélaginu Association of Journalists (SLAJ) og útvarpsstöðinni Independent Radio Network (IRN) sem sendir út um öll kosningahverfi Síerra Leóne, ásamt BBC Media Action og UNDP. Þú gætir verið að velta fyrir þér, hver hlustar eiginlega á útvarp? Í Síerra Leóne hefur tæplega þriðjungur íbúanna ekki aðgang að internetinu. Þess í stað treysta flestir (70% þjóðarinnar) á útvarp sem aðaluppsprettu upplýsinga. Stofnendur iVerify vissu þetta og með teymi af átta staðreyndaskoðurum sendu þau út vikulegan útvarpsþátt þar sem þau sannreyndu fullyrðingar og efni á samfélagsmiðlum og í dagblöðum. Hlustendur gátu einnig sent inn spurningar um það sem þeir voru að velta fyrir sér, til dæmis í tengslum við myndbönd sem þeir höfðu séð eða texta sem þeir höfðu lesið, til að láta staðreyna. Þetta veitti borgurunum aðgengi að sannreyndum upplýsingum sem þeir gátu reitt sig á til að taka upplýstar ákvarðanir í komandi kosningum. Heimild: Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP 42

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=