FÆRRI BÖRN Í SKÓLA EFTIR FARALDURINN Í COVID-19 heimsfaraldrinum var mörgum skólum um heim allan lokað vegna sóttvarnatakmarkana og útgöngubanns sem sett voru á til að draga úr dreifingu veirunnar. Börnum og ungmennum var vísað í fjarnám, en fyrir mörg þeirra sem höfðu ekki aðgang að tölvu eða interneti var slíkt nám ekki raunhæfur kostur. Það varð til þess að mörg börn og ungmenni í fjölda lág- og meðaltekjulanda urðu án menntunar. Þessar skólalokanir höfðu áhrif á yfir 1,6 milljarða barna og ungmenna í 190 löndum. Að auki sýna tölur frá Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) að í löndum eins og Úganda, Bólivíu, Indlandi og Indónesíu hefur lokun sumra skóla verið meira og minna varanleg. Þar af leiðandi eiga milljónir barna á hættu að snúa aldrei aftur í skóla. UPPLÝSINGAÓREIÐA OG GAGNRÝNIN HUGSUN Internetið hefur gjörbreytt því hvernig við eigum samskipti og hversu hratt við getum nálgast upplýsingar. Þetta hefur mikil áhrif á efnahagslega og lýðræðislega þróun í heiminum en einnig á menntun barna og ungmenna. Með fréttum og upplýsingum sem berast á leifturhraða er gagnrýnin hugsun og hæfni til að meta heimildir mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Samfélagsmiðlar eru orðnir helsta upplýsingaveita margra en þeir eru einnig stærsta dreifikerfi rangra upplýsinga og falsfrétta. Ónákvæmar eða villandi upplýsingar geta haft skaðleg áhrif, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Samspil rangra upplýsinga, hatursorðræðu og áróðurs getur haft víðtæk áhrif, til dæmis á ákvörðunartöku, þverrandi traust til stofnana og á niðurstöður kosninga. Þegar fréttir og upplýsingar berast okkur á ljóshraða er gagnrýni á heimildir mikilvægari en nokkru sinni fyrr. 40
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=