Verður heimurinn betri?

HEIMSFARALDURINN AFHJÚPAÐI ÓJÖFNUÐ COVID-19 varpaði ljósi á hversu mikilvæg sjálfbær þróun er til að byggja upp viðnámsþrótt þjóða, sem og á svæðis- og staðbundnum vettvangi, í lág- og millitekjulöndum. Við upphaf faraldursins kom strax í ljós að mörg lönd skorti ekki aðeins heilbrigðisstofnanir, heldur einnig fagfólk og nauðsynleg tæki og búnað til að takast á við alvarlega krísu. Þannig jók heimsfaraldurinn þann ójöfnuð sem þegar var til staðar, bæði innan landa og á milli þeirra, og sýndi fram á mismunandi getu ríkja til að bregðast við og jafna sig eftir kreppu. Til að geta tekist á við sambærilegar krísur í framtíðinni er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að styrkja heilbrigðisþjónustu í lág- og meðaltekjulöndum og fjárfesta í innlendum og alþjóðlegum varnarkerfum og viðbúnaði. Engin önnur dánarorsök kemst nálægt fjölda dauðsfalla af völdum fátæktar. 36

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=