Verður heimurinn betri?

dreift bóluefnum til íbúanna22. Aðrir heimshlutar upplifðu erfiðari tíma. Þrátt fyrir tiltölulega lága smittíðni í Afríku sunnan Sahara létust 170.000 manns í faraldrinum, sem afhjúpaði brotalamir og ójöfnuð í heilbrigðiskerfum margra landa. Það er enn of snemmt að segja til um nákvæm áhrif faraldursins á meðalævilengd í þessum heimshluta23. DÁNARTÍÐNI BARNA Annar mælikvarði á alþjóðlega lýðheilsu er barnadauði. Mælikvarðinn segir til um hlutfall allra barna sem deyja fyrir tiltekinn aldur, oftast fimm ára. Þegar rætt er um ungbarnadauða er yfirleitt átt við börn undir eins árs aldri. Líkt og meðalævilengd gefur dánartíðni barna góða mynd af almennu heilbrigðisástandi landa, þar sem hún endurspeglar ólíkar félags- og efnahagslegar hliðar þróunar. Tölfræði um barnadauða vekja bæði gleði og sorg. Gleði vegna þess að dánartíðni barna fer lækkandi alls staðar í heiminum og það hraðar en áður. Jafnvel fátækustu lönd heims hafa náð stórkostlegum árangri þegar kemur að heilsu barna. Á árunum 1990 til 2021 lækkaði dánartíðni barna um 59% á heimsvísu. Þennan árangur má að hluta rekja til bættra félagslegra og efnahagslegra aðstæðna, en einnig til markvissra inngripa gegn tilteknum sjúkdómum og vandamálum. Sameinuðu þjóðirnar telja að mikil fjárfesting í bólusetningum gegn mislingum hafi bjargað lífi fjölda barna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálasto fnuninni (WHO) hefur bóluefni gegn mislingum komið í veg fyrir allt að 56 milljónir dauðsfalla á árunum 2000 til 2021. Í dag fær 81% barna í heiminum bóluefni gegn mislingum, sem er afar mikilvægt þar sem smitum hefur farið fjölgandi á heimsvísu, þar á meðal í Evrópu. Aðgerðir gegn malaríu, svo sem dreifing moskítóneta og lyfjameðferðir, hafa bjargað yfir sjö milljónum mannslífa í Afríku síðan árið 2000, flest þeirra eru börn24. Þrátt fyrir þessar framfarir er umfang ungbarnadauða af völdum fátæktar enn nær óbærilegt. Á hverju ári deyja fimm milljónir barna undir fimm ára aldri, langflest úr sjúkdómum og orsökum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Þetta jafngildir meira en 13.000 börnum á dag. Engin önnur dánarorsök kemst nálægt þeim fjölda dauðsfalla sem fátækt veldur. Hvorki stríð, hryðjuverk né náttúruhamfarir hafa nokkru sinni valdið jafn mörgum dauðsföllum og fátækt. Fimm milljónir dauðsfalla á ári er tala sem erfitt er að ná utan um. Til samanburðar létust 1,7 milljónir manna úr COVID-19 á fyrsta ári heimsfaraldursins25. 34

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=