Verður heimurinn betri?

#LÝÐHEILSA Staðan í dag: Meðalævilengd á heimsvísu hefur lengst úr 46,5 árum árið 1950 í 73,5 ár árið 202521. Horfur: Gert er ráð fyrir að meðalævilengd hækki í 77 ár árið 2050 en COVID-19 heimsfaraldurinn og aðrar viðvarandi kreppur hafa hægt á framvindu markmiðsins um góða heilsu og velferð og aukið núverandi ójöfnuð í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Alþjóðleg lýðheilsa er mæld á margvíslegan hátt og nær yfir marga mismunandi þætti þróunar þjóða. Oft eru notaðir víðtækir mælikvarðar sem taka saman ýmsar breytur varðandi líðan okkar. Meðalævilengd eða dánartíðni ungbarna gefur okkur innsýn í heilbrigðisástandið en einnig upplýsingar um efnahagsþróun og hvernig auðlindum er skipt innan ríkja. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sameina nokkrar ólíkar víddir alþjóðlegs heilbrigðis undir Markmiði 3: Heilsu og vellíðan. Þar á meðal eru dánartíðni barna og mæðradauði, smitsjúkdómar, kynheilbrigði og frjósemi, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og bólusetningum, umferðarslys, geðheilbrigði, reykingar og önnur vímuefnanotkun. MEÐALÆVILENGD Algengasti mælikvarðinn á hnattræna heilsu er meðalævilengd. Sá mælikvarði endurspeglar meðalaldur fólks sem lést á tilteknu ári. Hann gefur því góða mynd af almennu heilbrigðisástandi. Þessi mælikvarði getur greint ójöfnuð innan samfélaga, dánartíðni barna og áhrif ytri þátta eins og farsótta, náttúruhamfara og stríðsátaka. Í sögulegu samhengi hefur meðalævilengd verið stutt, en framfarir síðustu áratuga hafa leitt til þess að meðalævi mannsins hefur aldrei verið lengri. Á árunum 1950 til 2025 jókst hún úr 46,5 árum í 73,5 ár. Rekja má ástæðuna fyrir þessari þróun til margvíslegra framfara á ýmsum sviðum. En stærsta breytingin er sú að færri börn deyja á fyrstu fimm árum ævi sinnar. Dánartíðni hefur einnig lækkað í öllum aldurshópum. ÁHRIF HEIMSFARALDURSINS Á MEÐALÆVILENGD Í kjölfar COVID-19 lækkaði meðalævilengd nær alls staðar í heiminum en lítið sem ekkert hér á landi. Innan örfárra ára var meðalævilengd komin aftur í 83 ár, sem var að mestu leyti vegna þess hve hratt við gátum 32

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=