#EKKERT HUNGUR COVID-19 heimsfaraldurinn, loftslagsbreytingar, átök, efnahagsörðugleikar og vaxandi ójöfnuður hafa sett mikinn þrýsting á getu alþjóðlegra matvælakerfa til að framleiða og veita fólki næringarríka fæðu á viðráðanlegu verði. Eftir að þeim sem bjuggu við hungursneyð hafði fækkað um nærri helming við upphaf 21. aldarinnar, í kjölfar efnahagsvaxtar og aukinnar landbúnaðarframleiðslu, hefur þessi þróun snúist við17. Hungur í heiminum hefur aukist frá árinu 2015.Helsta ástæða þess er náttúruhamfarir vegna loftslagsbreytinga. Hins vegar hafa langvarandi átök, COVID-19 heimsfaraldurinn og aðrar kreppur einnig stuðlað að auknu hungri á heimsvísu. Flest þeirra sem þjást af hungri og vannæringu búa á svæðum sem verða verst úti vegna loftslagsbreytinga, þar sem Afríka og Suður-Ameríka eru í mestri hættu18. HEIMUR ÁN HUNGURS ER RAUNHÆFT MARKMIÐ Margir halda að aukning hungurs í heiminum sé til komin vegna þess að ekki sé til nægur matur fyrir alla. En vissir þú að þriðjungi alls matar í heiminum er hent? Í Evrópu hendum við 90 milljón tonnum af mat á hverju ári19. Við getum framleitt mat fyrir alla, en ójafnt aðgengi og óhagkvæm stjórnun leiða til þess að milljónir manna eru vannærðar. Flýta þarf aðlögun að loftslagsbreytingum, og við verðum að vinna markvisst að sjálfbærari landbúnaðarframleiðslu, sjálfbærari birgðakeðjum og sanngjarnari dreifingu auðlinda. Þar sem vinsælar tegundir matvæla til ræktunar, svo sem hveiti, hrísgrjón og maís, eru viðkvæmar fyrir öfgum í veðurfari þurfa sumar þjóðir og svæði að leggja áherslu á harðgerðari tegundir og auka fjölbreytni í landbúnaði sínum. Aðrar aðgerðir sem auka þolgæði og framboð matvæla fela í sér notkun á nútímatækni til að veita nákvæmari veðurspár og viðleitni til að aðstoða bændur við að flytja uppskeru sína á öruggan og sjálfbæran hátt20. 31
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=