Verður heimurinn betri?

Fátækt er ein helsta fyrirstaða þróunar. Fólk sem býr við fátækt er líklegra til að veikjast og deyja fyrir aldur fram. Það er einnig sá hópur fólks sem verður fyrir mestum áhrifum af náttúruhamförum, efnahagskreppum og stríði. HVER ER SKILGREININGIN Á FÁTÆKT? Hægt er að skilgreina og mæla fátækt á mismunandi vegu. Algeng aðferð, sem Alþjóðabankinn notar, er að áætla hve stór hluti íbúa hefur lægri tekjur en tiltekna upphæð á dag, það eru skilgreind fátæktarmörk. Það er ekki sjálfgefið hvar draga skuli mörk fátæktar. Það hvar mörkin eru sett ræður því hvort það sem við skilgreinum sem fátækt eykst eða minnkar. Í dag er alþjóðlegt viðmið fyrir sárafátækt 2,15 bandaríkjadollarar á dag, sem er um 300 íslenskar krónur á núverandi gengi í febrúar 202512. Viðmiðið er leiðrétt eftir kaupmætti (vöruverð í ólíkum löndum) og verðbólgu svo að það sé samanburðarhæft. Þetta er það viðmið sem oftast er notað til að meta hvort fátækt í heiminum er að aukast eða minnka. FJÖLÞÆTT FÁTÆKT Fátækt snýst hins vegar ekki bara um tekjur. UNDP hefur þróað viðmið byggt á fjölþættri fátæktarvísitölu (e. Multidimensional Poverty Index, MPI)13. Þetta viðmið byggir á breiðari skilgreiningu á fátækt þar sem einnig er litið til aðgengis að matvælum og vatni, heilsugæslu og almennra lífskjara. Samkvæmt þessum viðmiðum býr 1,1 milljarður manna við mikla fjölþætta fátækt. Um helmingur þeirra er börn og #ENGIN FÁTÆKT Núverandi staða: Á heimsvísu fækkaði þeim sem bjuggu við fátækt um nærri einn milljarð manna frá 1990 til 2015. Þróunin hélt áfram en félagslegar og efnahagslegar afleiðingar COVID-19 og innrásarinnar í Úkraínu hafa snúið þessari þróun við og í fyrsta skipti í áratugi er fátækt að aukast aftur. Horfur: Ef núverandi þróun helst óbreytt munu 575 milljónir manna enn búa við sárafátækt árið 2030. Hins vegar tókst 25 þjóðum að helminga fátæktarvísitölu sína á tímabilinu 2000 til 2022, sem sýnir fram á að hraðar breytingar eru mögulegar11. 26

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=