mikillar orkukreppu sem og alþjóðlegrar matvælakreppu með alvarlegum efnahagslegum afleiðingum. Fyrir stríðið var Úkraína einn umsvifamesti kornútflytjandi heims og mörg lág- og millitekjulönd treystu á innflutning á matvælum þaðan. Þeirra á meðal voru nokkur lönd í Austur-Afríku sem fyrir stríð voru þegar að kljást við alvarlega hungursneyð, næringarskort og hátt matvælaverð vegna langvarandi átaka og mikilla þurrka. Árið 2022 greindi UNDP frá því að yfir 70 milljónir manna í lág- og millitekjulöndum heimsins hefðu færst undir fátæktarmörk sem bein afleiðing hækkunar verðs á matvælum og orku. Haustið 2023 hefur alþjóðleg lífskjarakreppa ýtt fólki yfir fátæktarmörkin á mun meiri hraða en á tímum heimsfaraldursins9. BITNAR HARÐAST Á ÞEIM SEM VEIKUST ERU FYRIR Fólk sem býr við fátækt í lág- og millitekjulöndum er meðal þeirra sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim langvinnu kreppum og átökum sem heimurinn glímir nú við. Þetta er einnig sá hópur fólks sem minnst hefur lagt til loftslagsbreytinga en er viðkvæmastur fyrir afleiðingum þeirra. Ástæða þess er sú að hnattræn hlýnun veldur gífurlegu álagi á náttúruauðlindir og eykur hættuna á hækkandi sjávarborði og náttúruhamförum á borð við þurrka og flóð. Fólk sem þegar býr við fátækt getur síður lagað sig að breyttum aðstæðum og treystir í meiri mæli á náttúruauðlindir til að tryggja lífsviðurværi sitt. Loftslagsbreytingar standa því í vegi fyrir því að það dragi úr fátækt og fæðuöryggi aukist, auk þess að skapa nýjar fátæktargildrur10. ER NOKKUR VON? COVID-19 heimsfaraldurinn minnti okkur á að við lifum í samofnum heimi og að við verðum að vinna saman til að koma í veg fyrir og leysa alþjóðleg vandamál. Þrátt fyrir neikvæða þróun síðustu ára er mikilvægt að muna að undanfarna áratugi hefur margt þróast í rétta átt. Okkur hefur tekist að minnka fátækt í heiminum um helming. Mörg okkar lifa lengur og njóta betri heilsu og tækniframfarir hafa knúið fram ótrúlegar breytingar á sviðum, allt frá endurnýjanlegri orku til samgangna og menntunar. Við munum fræðast meira um þetta og margt fleira í næstu köflum. Þrátt fyrir neikvæða þróun síðustu ára er mikilvægt að muna að undanfarna áratugi hefur margt þokast í rétta átt. 25
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=