Verður heimurinn betri?

þjóðanna aðstoðar þjóðir við að halda utan um tölfræði til að fylgjast með eigin þróun. MANNÖLDIN – ÖLD MANNESKJUNNAR Þróun mannkyns hefur bitnað illa á jörðinni okkar. Áhrif okkar á jörðina eru svo mikil að margir vísindamenn halda því fram að við séum á nýju jarðfræðilegu tímabili sem á ensku hefur verið kallað anthropocene en á íslensku mannöld. Tímabil sem nær frá upphafi iðnbyltingarinnar til dagsins í dag, þar sem aðstæður á jörðinni stjórnast nú af athöfnum mannanna. Innviðir sem eru í stöðugri uppbyggingu, t.d. vegir, brýr og járnbrautarteinar, sem og það sem ekki er sýnilegt, svo sem ljósleiðarar, gasleiðslur, vatns- og skólpkerfi og hitaveitur, vega nú meira en allt lífrænt efni, svo sem tré, plöntur og jarðvegur, samanlagt8. Á þessu nýja tímabili eru stærstu og brýnustu ógnirnar við velmegun okkar, þróun og lífsafkomu í raun okkar eigin smíði. Ef við höldum áfram á þessari braut er líklegra að fleiri heimsfaraldrar, öfgakenndara veðurfar og alvarlegri náttúruhamfarir muni eyðileggja þær miklu framfarir sem mannkynið hefur áorkað seinustu 200 árin. HEIMSFARALDUR OG INNRÁSARSTRÍÐ COVID-19 heimsfaraldurinn sem braust út snemma árs 2020 snerti okkur öll og hafði mikil neikvæð áhrif á sjálfbæra þróun, sér í lagi í lág- og millitekjulöndum. Auk hárrar tíðni dauðsfalla og mikilla áhrifa á lýðheilsu hafði heimsfaraldurinn miklar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar og leiddi til lækkunar á vísitölu lífskjaraþróunar (e. Global Human Development Index, HDI) í fyrsta skipti síðan Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna hóf mælingar árið 1990. Í yfir 90% ríkja varð hnignum í lýðheilsu, menntun og lífskjörum annaðhvort árið 2020 eða 2021 og í yfir 40% þeirra varð hnignun bæði árin. Þannig sýndu tölfræðigögn hnignun tvö ár í röð, sem þýddi að árið 2022 vorum við á heimsvísu komin aftur á þróunarstig ársins 2016. Rétt þegar mörg lönd voru farin að ná sér eftir heimsfaraldurinn réðst Rússland inn í nágrannaríki sitt, Úkraínu. Innrás Rússa hafði mikil áhrif á stóran hluta heimsins, þar sem árásin leiddi bæði til 24

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=