Verður heimurinn betri?

HVERNIG GENGUR OKKUR? Nú þegar líður á innleiðingarferli heimsmarkmiðanna virðast áskoranirnar meiri en áður. Við stöðumat sumarið 2024 sýndi árleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna, þar sem farið er yfir framgang markmiðanna, að aðeins um 17% af 169 undirmarkmiðum voru á réttri leið. Nærri helmingur þeirra var eftir á og um þriðjungur hafði algjörlega staðnað eða færst aftur á við frá árinu 2015. Skortur á framþróun heimsmarkmiðanna er alþjóðlegt vandamál. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að afleiðingar mistaka okkar bitna harðast á fátækustu og viðkvæmustu hópunum. Þetta er bein afleiðing alþjóðlegrar misskiptingar sem á rætur að rekja hundruð ára aftur í tímann en viðgengst enn þann dag í dag. Loftslagsbreytingar, COVID-19 faraldurinn og efnahagslegur ójöfnuður auka enn á vandann, svo að lág- og millitekjulönd hafa færri leiðir og úrræði en áður til að ná markmiðunum. Norðurlandaríkin, að undanskildu Íslandi, eru í fararbroddi þegar kemur að innleiðingu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Í árlegri röðun Sameinuðu þjóðanna á þeim löndum sem hafa náð mestum árangri var Ísland í 19. sæti af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 20247. Á Íslandi hefur Hagstofan umsjón með tölfræðilegri eftirfylgni heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun að beiðni ríkisstjórnarinnar. Mælingar á innleiðingu heimsmarkmiðanna eru vandasamt og krefjandi verkefni sem er unnið samhliða innleiðingu markmiðanna. Margar þjóðir búa yfir þróuðum hagstofum, en alls ekki allar. Miðlægur hluti starfs Sameinuðu 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=