Verður heimurinn betri?

AFRÍKA SUNNAN SAHARA Í flestum löndum Afríku sunnan Sahara fór efnahagsþróunin hægt af stað í kjölfar sjálfstæðis. Eftir þokkalegan hagvöxt á sjöunda áratugnum og í upphafi þess áttunda dróst hagvöxtur saman á svæðinu tvo áratugi í röð. Árið 2000 var Afríka sunnan Sahara fátækari en við lok sjöunda áratugarins. Meðalævilengd var 50 ár og hafði ekki aukist í næstum tvo áratugi og dánartíðni barna var enn mjög há. Hluta skýringanna er vafalaust að leita í innanlandsmálum. Nýlendutíminn skildi mörg lönd eftir í mjög slæmri stöðu með veikburða stofnanir og ríkisstjórnir og skort á lýðræðislegum stjórnarháttum. Mörg lönd voru hrjáð af langvarandi borgarastyrjöldum og miskunnarlausum einræðisherrum. Í mörgum þessara landa hafði sjálfstæðið fengist með vopnaðri frelsisbaráttu og margir nýju leiðtoganna sóttu völd sín í grimmilegum stríðsátökum. En skýringa má einnig leita í viðhorfi umheimsins. Kalda stríðið gerði mörg smærri lönd að peðum í valdatafli stórvelda, sem var sjaldnast til hagsbóta fyrir íbúa í löndum Afríku. Fjöldi annarra þátta stóð einnig í vegi fyrir þróun í mörgum Afríkulöndum: skæðir sjúkdómar, mikil fjarlægð frá heimsmörkuðum, útbreidd fátækt sem frá upphafi hindraði þróun, skortur á háskólamenntun og reynsluleysi á mörgum starfssviðum sem stórum hluta íbúanna var áður haldið frá. Það er mikilvægt að hafa í huga að þróun lands ræðst af mörgum þáttum og að mismunandi þættir hafa haft ólíkt vægi í hinum 54 ríkjum Afríku. Í sumum tilvikum hefur HIV/alnæmi verið helsta fyrirstaðan, í öðrum löndum hafa stríð, landfræðileg lega eða slæmir stjórnarhættir haft meiri áhrif. En með tímanum fóru aðstæður að breytast. Lýðræðið festist í sessi, stríðum og átökum fór fækkandi og pólitískar umbætur hafa umbreytt Afríku. Frá árinu 2000 hefur þróunin verið hröð í mörgum löndum Afríku, dánartíðni barna hefur lækkað og lífslíkur aukist. Hins vegar glíma nokkur lönd enn við viðvarandi ójöfnuð, spillingu, langvarandi átök, fæðuóöryggi og efnahagslegar áskoranir. Ógnir við lýðræði eru að aukast og aukin misskipting auðs innan og milli landa hefur leitt til aukinna átaka milli stríðandi stétta og pólitískrar spennu. Á árunum 2020 til 2023 urðu sjö valdarán og fjórar tilraunir til valdaráns, sem er veruleg fjölgun í samanburði við síðustu tvo áratugina þar á undan. Á sama tíma hefur íbúafjöldi Afríku haldið áfram að aukast og búist er við því að árið 2100 muni 40 prósent jarðarbúa búa í Afríku6. VERUM VIÐBÚIN ÁFRAMHALDANDI ÞRÓUN Aldrei áður í sögunni hafa orðið jafn miklar og róttækar breytingar sem hafa haft jafn byltingarkennd áhrif á lífsskilyrði okkar og samspil við jörðina. Hins vegar krefjast breytt lífsskilyrði þess að við mætum þeim áskorunum sem þessi hraða þróun felur í sér og að við gerum það án þess að eyðileggja eða skaða umhverfi okkar. Við verðum að tryggja að framfarir nái til allra og að við getum 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=