Verður heimurinn betri?

hraðar. Við fórum úr sex í sjö milljarða á aðeins 12 árum á milli 1999 og 2011. Í nóvember 2022 var áætlaður fjöldi jarðarbúa um 8 milljarðar. Spár gera ráð fyrir að fólksfjöldi muni halda áfram að aukast til ársins 2100, þegar búist er við því að við náum 11 milljörðum. Hvað varð til þess að heimurinn fór að breytast? Iðnbyltingin, nýjar uppfinningar, vísindalegar uppgötvanir og gríðarleg aukning í velmegun í ákveðnum löndum voru til marks um að nýir tímar væru að renna upp fyrir mannkynið. Það varð þó bið á því að þessar framfarir kæmu meirihluta fólks til góða. Það var ekki fyrr en í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, gjarnan í tengslum við afnýlenduvæðingu og sjálfstæði nýlenduþjóða, að breytingarnar fóru að segja til sín í löndum Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku. Við lok seinni heimsstyrjaldar var það eiginlega aðeins í Vestur-Evrópu og NorðurAmeríku sem meðalævilengd fór yfir 50 ár. Í dag á það við um næstum öll lönd. Frá árinu 1960 hefur meðalævin lengst um 20 ár, dánartíðni barna lækkað úr 18 prósentum í það að vera undir 5 prósentum og tekjur (á mann) hafa allt að því þrefaldast. Þróunin hefur verið hröðust í Austur-Asíu, þar sem lönd eins og Singapúr, Taívan og Suður-Kórea upplifðu öran efnahagslegan vöxt snemma sem birtist einnig síðar í Kína. Í Rómönsku Ameríku hefur þróunin verið hægari en þar hófst uppgangurinn hins vegar fyrr. Undanfarin 50 ár hefur mannkynið gengið í gegnum mestu breytingar sem orðið hafa hvað varðar heilsu og efnahag. Þessar breytingar hafa ekki aðeins áhrif á flesta þætti mannlegs lífs, heldur einnig á umhverfi okkar, aðrar dýrategundir og jörðina sem við búum á. Kennsla í tölvulæsi er hluti af ungmennaverkefni gegn róttækni og til eflingar samfélagsuppbyggingu í Máritaníu. LJÓSMYND: UNDP/FREYA MORALES 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=