200 ÁR SEM BREYTTU HEIMINUM Hvernig var líf langömmu þinnar? Hve löng var skólaganga hennar? Hvaða áhrif hafði það á möguleika hennar til ákvarðanatöku varðandi eigið líf? Undanfarin 200 ár hafa orðið einstakar framfarir í sögu mannkynsins. En það var ekki fyrr en á síðustu áratugunum fyrir COVID-19 faraldurinn sem þessar framfarir komust á alvöru skrið. Á síðastliðnum 200 árum hefur heimurinn tekið risastór skref fram á við. Það gleymist auðveldlega að fátækt, hungur og sjúkdómar voru lengi vel eðlilegt ástand fyrir flesta jarðarbúa. Við upphaf 19. aldarinnar var fjöldi jarðarbúa rétt undir einum milljarði og bjuggu 85–95% við aðstæður sem við skilgreinum í dag sem sárafátækt4. Meðalævin var stutt, á bilinu 25 til 40 ár. Í flestum löndum heims eignuðust konur að meðaltali fimm til sjö börn en þriðja hvert eða jafnvel annað hvert barn dó fyrir fimm ára aldur5. Þessi háa dánartíðni barna kom lengi vel í veg fyrir að íbúum jarðar fjölgaði að nokkru marki. Snemma á 19. öld komst fjöldi jarðarbúa í fyrsta skipti yfir einn milljarð. Það var síðan ekki fyrr en á fjórða áratug síðustu aldar að öðrum milljarðinum var náð. Svo fóru hlutirnir að gerast Við lok 6. áratugsins hófu Sameinuðu þjóðirnar að styðja við þróunarverkefni um allan heim, svo sem rannsóknir á jarðvegi og vatnsauðlindum í lágtekjulöndum. LJÓSMYND: UN/YUTAKA NAGATA 13
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=