tekur verg landsframleiðsla ekki tillit til umhverfisáhrifa framleiðslunnar á jörðina. VÍSITALA LÍFSKJARAÞRÓUNAR Ef ekki nægir að mæla efnahag landsins, hvað á þá að mæla? Til þess að öðlast dýpri skilning á þróun heimsins og fylgjast með framvindu einstakra ríkja þurfum við að skoða fjölbreytta mælikvarða sem varpa ljósi á mismunandi þætti þróunar. Til að bera saman þróunarstig mismunandi landa þarf fyrst að ákvarða hvað er talið skipta mestu í lífinu og hverju við viljum ná fram. Margar metnaðarfullar tilraunir hafa verið gerðar til að finna sameiginlegt viðmið eða skilgreiningu sem gæti komið í stað VLF sem mælikvarði á þróun. Sú sem mest er notuð er vísitala lífskjaraþróunar (e. Human Development Index, HDI) sem UNDP hefur þróað. Með þessari vísitölu er löndunum raðað eftir þremur þáttum samhliða: efnahag, heilbrigðismálum og menntun. HDI er þar af leiðandi yfirgripsmeiri mælikvarði á þróun en efnahagsþróun ein og sér. HNATTRÆNAR ÁSKORANIR ÞRÝSTA Á ENDURSKOÐUN HDI Frá árinu 1990 hefur mælikvörðum sem leggja mat á kynjajafnrétti þjóða og fátækt verið bætt við vísitölu lífskjaraþróunar til að teikna upp enn nákvæmari mynd af þróunar mála. Hins vegar hefur loftslagskreppan krafist þess að við endurskoðum þessa nálgun enn á ný. Ástæðan er sú að HDI tekur ekki tillit til vistspors okkar, til dæmis magns kolefnislosunar á hvern íbúa. Af þeim ástæðum var árið 2020 kynnt til sögunnar ný aðlöguð vísitala lífskjaraþróunar sem tekur tillit til vistspors (e. Planetary Pressures Adjusted HDI, PHDI). Þessi vísitala metur ekki aðeins umhverfisáhrif innan landamæra hvers ríkis, heldur einnig áhrif neyslu landsins á losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum framleiðslu og flutninga í öðrum löndum. Lönd eins og Ísland sem búa við góð lífskjör og raðast hæst samkvæmt mælikvarða HDI falla niður í PHDIröðuninni. Ástæðan er sú að þessi lönd eru mjög háð innflutningi og hafa óhóflega háa losun á hvern íbúa, sem hefur neikvæð áhrif á jörðina okkar. Í dag mælist fylgni milli landa sem búa við góð lífskjör og óhóflegra áhrifa (í ljósi fólksfjölda) á jörðina. 12
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=