HVAÐ ER ÞRÓUN? Hvernig mælum við þróun? Hvað er verið að þróa? Er það staða ríkissjóðs, verg landsframleiðsla (VLF) á mann, auknar lífslíkur eða eitthvað allt annað sem ræður velferð okkar? Og hvernig vitum við hverjir munu hafa það betra og hverjir verra? Til að svara spurningunni „verður heimurinn betri?“ þurfum við fyrst að skilgreina hvað þarf að bæta og hvernig við mælum hvers kyns framfarir. Það sem flækir málin er að það er ekki til nein hlutlæg skilgreining á þróun sem á við um allt fólk og öll lönd. Sumir vilja meina að hagvöxtur sé besti mælikvarðinn á þróun en aðrir halda því fram að peningar geti í besta falli þjónað sem tæki til að öðlast aðra mikilvæga hluti í lífinu. Vissulega eru ákveðnar grunnþarfir sameiginlegar með öllu fólki, óháð búsetu eða því hversu mikið ráðstöfunarfé það hefur. Allir þurfa á mat, vatni og húsnæði að halda. Ef við veikjumst þurfum við aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu og mögulega lyfjum. Við vitum að menntun skapar bæði börnum og fullorðnum aukin tækifæri í lífinu og að án atvinnu og lágmarkslauna reynist okkur erfitt að uppfylla grunnþarfir okkar. En hvernig mælum við slíkar framfarir? VERG LANDSFRAMLEIÐSLA (VLF) Verg landsframleiðsla (e. gross domestic product, GDP) er mælikvarði sem oft er notaður til að meta árangur og velmegun lands. VLF lýsir stærð hagkerfis lands með því að mæla verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landi til neyslu, útflutnings og fjárfestinga. Það leikur enginn vafi á því að efnahagur er mikilvægur hluti af hugtakinu þróun. En það er ekki nóg að mæla efnahagslegar framfarir. Peningar einir og sér skapa ekki hamingju, velferð eða góða heilsu. Stærð hagkerfisins tryggir heldur ekki að allir njóti góðs af vextinum. Það hvernig peningar eru nýttir til fjárfestinga og hvernig þeim er varið er það sem skiptir mestu og endurspeglast í bættum lífsskilyrðum. Í mörgum löndum má finna skýr tengsl á milli vergrar landsframleiðslu á mann og lífsgæða og lýðheilsu. Hins vegar á þetta ekki við um öll lönd og þess vegna hefur þessi mælikvarði verið gagnrýndur. Auk þess 10
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=