Verður heimurinn betri?

HVERS VEGNA SKIPTIR SÝN OKKAR Á HEIMINN MÁLI? Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mikilvægt er að þekkja framvindu alþjóðlegrar þróunar og gera okkur grein fyrir þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. 1. Við getum lært af framförum. Til að geta lært af löndunum þar sem stórstígar framfarir hafa orðið verðum við að þekkja til framfaranna. Ef við þekkjum ekki staðreyndir er mikil hætta á að við drögum rangar ályktanir. Þar sem finna má dæmi um framfarir í öllum heimshlutum og á öllum sviðum verðum við að geta lært af reynslu þeirra sem hafa nú þegar náð árangri. Það þurfa ekki allir að finna upp hjólið. 2. Stöðugt mótlæti getur verið erfitt og niðurdrepandi. Ef við sjáum ekki þær breytingar og umbætur sem eru að eiga sér stað getum við bognað undan þunganum og misst þróttinn – hvers vegna að reyna að breyta heiminum ef það er ekki til neins? Þegar við gerum okkur grein fyrir framförum verður framlag okkar til breytinga þýðingarmeira. 3. Ótti og óþarfa kvíði skapa fordóma og hatur. Fordómar dafna í skjóli þekkingarleysis. Þegar ástandi heimsins er lýst eins og við séum á barmi glötunar verða lausnirnar sífellt örvæntingarfyllri. Leitin að sökudólgum getur auðveldlega dregið athygli okkar frá leitinni að varanlegum lausnum á raunverulegum vandamálum. 4. Það er gríðarlega mikilvægt að búa yfir raunsönnum upplýsingum varðandi stöðuna í heiminum þegar ákvarðanir varðandi framtíðina eru teknar. Gögn og tölfræði um ástand heimsins hjálpa okkur að greina mynstur, taka ábyrgar ákvarðanir og beina fjárfestingum á rétta staði til að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir. 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=