Verður heimurinn betri?

Heimsmarkmiðin á netinu Á vefslóðunum www.globalamalen.se , www.globalgoals.org , www.heimsmarkmidin.is og www.un.is getur þú fundið upplýsingar um heimsmarkmiðin og hvað þú getur gert til að markmiðin náist fyrir 2030. Á vefnum heimsmarkmidin.is má fylgjast með stefnu og aðgerðum íslenskra yfirvalda þegar kemur að heimsmarkmiðinum. Fésbók: Heimsmarkmiðin Fyrir skólana Á www.globalamalen.se/skola getur þú fundið æfingar og góðar hugmyndir fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Æfingarnar eru teknar saman af Heimsskólanum (Den globala skolan), sem er verkefni á vegum Háskólaráðsins (Universitets- och högskolerådet, UHR). Einnig má nálgast kennsluefni tengt heimsmarkmiðunum á: www.worldlargestlesson.globalgoals.org . Íslenskt kennsluefni tengt bókinni Verður heimurinn betri? og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna má nálgast á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, www.un.is/skolavefur. Verður heimurinn betri? á netinu Efni þessarar bókar er einnig að finna á vef Menntamálstofnunar www.mms.is og vef Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi www.un.is . Einnig má nálgast sænska útgáfu bókarinnar á www.globalamalen.se/ blirvarldenbattre/ . UNDP á Netinu og samfélagsmiðlum UNDP er Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna og starfar í 170 löndum og svæðum til að finna í samstarfi við löndin hugmyndir að því hvernig efla má lýðræði, útrýma fátækt, ójöfnuði og útskúfun. Nánari upplýsingar um UNDP má nálgast á www.se.undp.org. Fylgstu með UNDP á samfélagsmiðlum: Twitter: @UNDP_Sweden Fésbók: UNDP Svíþjóð og heimsmarkmiðin Instagram: undpnordic Heimsskólinn (Den globala skolan) Áætlun háskólaráðsins „Den globala skolan“ skipuleggur endurmenntun fyrir skólafólk í Svíþjóð með upplýsingum um sjálfbæra þróun. Sjá nánar á slóðinni: www.denglobalaskolan.se . Ársskýrsla um þróun lífskjara Human Development Report er þróunarskýrsla UNDP um lífskjaraþróun sem kemur út einu sinni á ári. Þar er að finna ókjör af tölfræði og öðrum upplýsingum um þróun í löndum heimsins. Skýrsluna finnur þú á slóðinni: www.hdr.undp.org . Globalis.is Globalis er gagnvirkur heimsatlas þar sem þú getur fengið kort og gröf að eigin óskum. Tilgangur Globalis er að bregða ljósi á hvað er líkt og ólíkt í samfélagi manna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=