Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 93 því meiri gróðurhúsalofttegundir losar það í andrúmsloftið. Þannig hefur það verið hingað til, en það þarf ekki að vera svona. Dregið hefur úr þessu sambandi undanfarin ár og breytingar í átt frá jarðefnaorku eru hafnar. Afkastageta sjálfbærra orkulinda á borð við, sólar-, vind- og vatnsorku eykst hratt og verðið lækkar. Hingað til hefur þó hagvöxtur á hnattvísu aukist hraðar en þessi þróun og því hafa heildaráhrif og heildarlosun aukist. Með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun erum við komin með framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun. Þú getur lesið meira um markmiðin í öðrum kafla þessarar bókar. Hvað getur þú gert? Að útrýma örbirgð. Að draga úr ójöfnuði í heiminum. Að leysa loftslagsvandann. Að stuðla að friði og réttlæti. Heimsmarkmiðin eru metn- aðarfull, algild og samþætt markmið sem munu krefjast samstillts átaks ríkisstjórna, alþjóðlegra stofnana og annarra aðila um allan heim. Þetta virðist stórt í sniðum og flókið. Hvað getur þú sem einstaklingur þá gert? Margt! Ef markmiðin eiga að nást fyrir 2030 þurfa allir að leggja eitt- hvað af mörkum. Sem betur fer er margt auðvelt sem við getum gert í daglegu lífi, ef við gerum það öll mun það skipta miklu máli. »Og það leikur enginn vaf i á því að það eru ríkustu löndin sem hafa fram að þessu staðið að baki stærstu áhrifanna á loftslag á jörðinni.« Við höfum einfaldað það fyrir þig með því að útbúa lista yfir tíu hluti sem þú getur gert til að taka þátt og þannig lagt þitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar: 1) „Deila“ en ekki bara „læka“. Ef þú sérð áhugaverða færslu á samfélagsmiðlum, t.d. um réttindi kvenna eða loftslagsbreytingar, deildu henni með vinum þinum. 2) Láttu í þér heyra! Gerðu kröfur til stjórnvalda á þínu svæði eða í þínu landi og farðu fram á að þau taki þátt í og styðji við verkefni sem skaða ekki jörðina og fólkið sem byggir hana. 3) Slökktu ljósið. Sjónvarpið og tölvan skapa þægilega birtu, slökktu því annað ljós og lampa þegar þú þarft ekki á því að halda. 4) Fylgstu með. Fylgstu með fréttum af þínu svæði og um allan heim og heimsmarkmiðunum á slóðinni globalamålen.se og facebook. se/globalamalen. 5) Borðaðu minna kjöt og fisk. Það kostar fleiri náttúru- auðlindir að framleiða kjöt en jurtir. 6) Flokkaðu pappír, plast, gler og málma. Það dregur úr vandanum við vaxandi ruslahauga og auðveldar endurvinnslu. 7) Gefðu það sem þú notar ekki. Góðgerðarsamtök geta veitt fötunum sem þú notar ekki lengur, bókum eða húsgögnum nýtt líf einhvers staðar annars staðar. 8) Hjólaðu, farðu gangandi eða notaðu almennings- samgöngur. Notaðu bara bílinn þegar það er nauðsynlegt. 9) Endurnýttu vatnsflöskuna og kaffibollann. Fleygðu minna, um leið og þú sparar peninga þegar þú kaupir þér kaffi eða drekkur vatn. 10) Hafðu með þér poka þegar þú verslar. Slepptu plast- pokanum, hafðu frekar með þér endurnýtanlegan kassa. Þetta eru bara örfá dæmi um það sem þú getur gert. Skoðaðu heimasíðuna UNDP globalamålen.se og fáðu góðar hugmyndir að öðrum hlutum sem þú getur gert. Deildu reynslu þinni og fylgstu með umræðum á samfélagsmiðlum á #globalamålen, #globalgoals, #heimsmarkmiðin og #sdgs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=