Verður heimurinn betri?

90 VERÐUR HEIMURINN BETRI? íbúafjölgun verður öll í borgum. Það er í sjálfu sér ekki neikvæð þróun, dánartíðni barna er lægri í borgum, meðalævilengd er meiri og þar eru möguleikar á heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu betri. En það krefst þess að unnt sé að skipuleggja og stækka skilvirkar og umhverfis- vænar borgir á sama hraða. Við munum lifa lengur Meðalævilengd, sem nú hefur aukist í 72 ár á hnattvísu, mun halda áfram að aukast og verður komin í u.þ.b. 77 ár um miðja öldina og u.þ.b. 83 ár um 2100 38 . Tækni mun halda áfram að þróast á aukn- um hraða Ekkert bendir til að draga muni úr hraða tækni- þróunar. Þvert á móti þýðir þróunin í dag að margfalt fleiri sporgöngumenn Thomasar Edison, Steve Jobs eða Arianna Huffington og Marie Curie eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið. Bæði er það vegna þess að okkur fjölgar og að í kjölfar þess að löndin verða ríkari munu menntun og rannsóknir eflast, og eins vegna þess að hugmyndir og nýsköpun breiðast hraðar og auðveldar út en áður, en ekki síst vegna þess að tækifærum kvenna til að taka þátt í samkeppninni mun fjölga. Færri fátækir og fleiri ríkir En aðalbreytingin, sú sem mun hafa áhrif á lífskjör á jörðinni á öllum sviðum, er gríðarleg tekjuaukning um allan heim. Gert er ráð fyrir að fleiri og fleiri lönd nálgist og fari fram úr því tekjustigi sem er í norrænu löndunum í dag. Áætlað er að tekjuaukning í öllum löndum heimsins muni í það minnsta þrefaldast á hvern íbúa. Í stórum dráttum má lýsa því eins og að fara úr stöðunni eins og hún er á Srí Lanka eða í Egyptalandi í dag yfir í stöðuna í Portúgal eða á Spáni, mælt í VÞF. Þegar kjör milljarða manna taka slíkum breytingum á sama tíma mun það hafa miklar afleiðingar. Aukinn hagvöxtur veldur miklum lífskjarabreytingum. Með auknum tekjum högum við lífi okkar öðruvísi. Neysla eykst, við borðum meira og öðruvísi, við ferðumst meira og lengra, húsnæði okkar stækkar, við notum meiri orku, við flytjum meira inn frá öðrum löndum. Veltu fyrir þér muninum á Íslandi í dag og í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Gert er ráð fyrir sömu tekjuaukningu, eða meiri, að meðaltali í heiminum næstu 50 ár. Meira álag en nokkurn tíma fyrr? Ómögulegt er að meta heildaráhrif breytinganna. Það munu verða breytingar á öllum stigum. Forsendur hafa einnig breyst svo mikið að mann- kynið hefur aldrei áður upplifað annað eins. Þegar í dag eru áhrif á vistkerfin meiri en áður og samkvæmt rannsóknum á Stockholm Resilience Centre erum við nú komin hættulega nálægt þolmörkum jarðarinnar 39. Á sama hátt og efnahagslífið hefur verið drifkraftur félagslegra framfara, hefur það einnig verið drifkrafturinn í að skapa álagið sem við leggjum á jörðina í dag. Aðferðirnar sem við höfum fram að þessu notað til að ná þeirri þróun sem fjallað er um í þessari bók hafa einnig kostað sitt. Efnahagsleg þróun sem byggir á jarðefna- eldsneyti hefur nú þegar haft áhrif á ýmsar grundvallarforsendur mannlífsins. Og það leikur enginn vafi á því að það eru ríkustu löndin em hafa fram að þessu staðið að baki stærstu áhrifanna á loftslag á jörðinni. Tengslin milli efnahagsumsvifa og áhrifa á ástand jarðar eru oft skýr. Því hærri tekjur sem tiltekið land hefur, 39) Sjá nánar um þolmörk jarðarinnar (Planetary Boundaries), hugtak sem var þróað af víðtæku tengslaneti alþjóðlegra vísindamanna undir forystu Stockholm Resilience Center: www.stockholmresilience.org 38) UN DESA (Efnahags- og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=